Smitrakning og sóttkví – leiðbeiningar frá ÍSÍ

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að smittölur í samfélaginu eru ansi háar þessa dagana og því hefur verið mikið að gera hjá smitrakningarteyminu. Ekki er alltaf hægt að ná í smitrakningarteymið til að fá svör þegar upp kemur smit á æfingu eða í íþróttakeppni.  Í leiðbeiningum frá ÍSÍ er hægt að sjá þau viðmið sem smitrakningarteymið notast við en auðvitað eru aðstæður mismunandi og geta verið flóknar í íþróttahreyfingunni, þá grípum við  hjá félaginu inn í samráði við þjálfara og  metum hverju sinni. Við hjá Aftureldingu biðjum foreldra að halda börnum í smitgát heima á þangað til þau hafa fengið neikvætt úr seinna covid hraðprófi. 

Mikilvægt er að tilkynna rakningarteyminu um íþróttafulltrúa félagsins sem tengilið við hóp, hafi smitaður iðkandi verið á æfingu innan 24 klst við greiningu.
Íþróttafulltrúi Aftureldingar Hanna Björk Halldórsdóttir, hannabjork@afturelding.is – það væri gott ef þið senduð henni einnig póst þegar þið eruð búin að senda rakningarteyminu öll gögn.