Sumarnámskeið 2019

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Fimleikadeild Aftureldingar 
Aldur: 6-10 ára
Júní: 11.-14. júní, 18.-21. júní, 24.-28. júní
Júlí: 1.-5. júlí
Ágúst: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst, 19. -22. ágúst.
Boðið er upp á heilsdagsnámskeið frá 9-16 eða bara eftir hádegi, 13-16.
Fyrir hádegi eru leikir, útivera og fjölbreytt gleði. Eftir hádegi eru fimleikar í sal.
Yfirþjálfarar: Alexander og Ingibjörg

Sumaræfing eru í boði fyrir 4. flokk, 3. flokk, 2. flokk og drengjahóp. Nánar um sumaræfingar má finna hér.

Frjálsíþróttadeild Aftureldingar
Aldur: 6-9 ára og 10-12 ára
Júní: 11.-14. júní, 18.-21. júní, 24.-28. júní
Júlí: 1.-5. júlí
Ágúst: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst
Leikjanámskeið með áherslu á frjálsar. Tilvalið fyrir krakka sem vilja fara í leiki og hafa gaman.
6-9 ára iðkendur eru fyrir hádegi  9-12.
10-12 ára iðkendur eru eftir hádegi frá 13-16.
Yfirþjálfari: Matthías Már Heiðarsson

Handboltaskóli Sigrúnar
Aldur: 6-13 ára
Ágúst: 6.-9. ágúst og 12.-16. ágúst
Námskeiðið er að haldið að Varmá og er ætlað fyrir þá sem vilja kynnast handbolta frá grunni og þá sem hafa æft áður. Skipt í hópa eftir aldri. Handboltagestir koma í heimsókn á námskeiðin.
Þjálfari: Sigrún Másdóttir íþróttafræðingur.
Frekari upplýsingar gefur Sigrún: sigrunmas@gmail.com

Hjóladeild
Aldur: 10-14 ára
Maí: 6.-8. maí, 13. -15. maí, 20.-22. maí og 27.-29. maí
Hjóladeild Aftureldingar og Lexagames halda fjallahjólanámskeið fyrir 10-14 ára. Kennt verður tækni og samspil við náttúruna með æfingum og hjólatúrum. Þjálfarar með áratuga reynslu.
Kröfur eru hjól og hjálmur. Mæting við hjólabrautina við Varmárskóla.
Mánudagar – miðvikudagar, kl 18-19.30

Knattspyrnuskóli
Aldur: 2005-2012
Júní: 11.-14. júní, 18.-21. júní, 24.-28. júní
Júlí: 1.-5. júlí
Ágúst: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst
Kennt virka daga frá 09.30-12.00.
Gæsla frá 09.00 innifalin í verðinu. Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveilsu.
Kátir leynigestir kíkja í heimsókn.
10% systkinaafsláttur,
námskeiðapakkar: 10% afsláttur er skráð er á námskeið 1-3, eða 2-4. 20% afláttur ef iðkandi fer á öll námskeiðin.
Yfirþjálfari: Bjarki Már Sverrisson

Knattspyrnuakaemía
Aldur: 5. og 4. flokkur
Júní: 11.-14. júní, 18.-21. júní, 24.-28. júní
Júlí: 1.-5. júlí
Ágúst: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst
Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Æfingar fara fram undir stjórn menntaðra þjálfara hjá knattspyrnudeild.
Á sama tíma verður boðið uppá metnaðarfulla Akademíu fyrir markmenn þar sem farið verður yfir tæknilega færni, staðsetningar, fótavinnu og fleira.
Yfirþjálfari: Bjarki Már Sverrisson

Körfuknattleiksdeild
Aldur: 1.-4. bekkur
Júní: 11.-14. júní, 18.-21. júní
Ágúst: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst
Kennt verður 9-12 virka daga.
Leikjanámskeið þar sem körfuboltinn verður hafður í forgrunni.
Yfirþjálfari: Sævaldur Bjarnason

Körfuknattleiksdeild – sumaræfingar
Aldur: 5.-9. bekkur
Júní: 11.-13. júní, 18.-20. júní
Ágúst: 6.-8. ágúst, 12.-16. ágúst
Mánudagar – fimmtudaga kl 12.30-14.30
Lengri æfingar fyrir áhugasamt körfuknattleiksfólk. Áhersla lögð á einstaklingsæfingar að bæta skot, drippl og fleiri þætti.
Yfirþjálfari: Sævaldur Bjarnason

Taekwondo
Aldur: 6-11 ára
11.-21. júní og 24. júní -5. júlí
Tvö tveggja vikna námskeið. 8.30-15.30 virka daga.
Námskeiðin eru haldin í bardagasalnum í íþróttahúsinu að Varmá og utandyrir þegar veður leyfir. Áhersla lögð á taekwondo, sjálfsvörn, leik og skemmtun.
Gestakennari er María Guðrún íþróttakona Aftureldingar og Mosfellsbæjar.
Drekanámskeið Facebook
Yfirþjálfari: Vigdís Helga landsliðskona

Skráningar á öll sumarnámskeið fara í gegnum Nóra.
Smelltu hér til að skrá á sumarnámskeið.