Hreyfivika UMFÍ

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Afturelding vill vekja athygli á Hreyfivikunni sem stendur yfir núna. Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. #minhreyfing. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur. Við hvetjum alla káta …

Fyrirkomulag íþróttastarfs grunnskólabarna frá 4. maí

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Kæru iðkendur og forráðamenn! Nú á mánudaginn 4.maí hefjast allar íþróttaæfingar grunnskólabarna með sama sniði og áður. Allir tímar halda sér eins og þeir voru fyrir COVID 19 nema sérstaklega hafi verið tilkynnt um annað. Til að fylgja fyrirmælum Almannavarna  verður ekki leyft að nota búningsklefana í íþróttahúsinu og hvetjum við foreldra að senda börnin sín í þægilegum fatnaði í …

Aðalfundur Aftureldingar 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur Aftureldingar fer fram í Hlégarði, þriðjudaginn 2. júní. Fundurinn hefst kl. 18.00 og verður boðið upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. Dagskrá aðalfundar 2020: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársskýrsla formanns Ársreikningur 2019 Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2020 Lagabreytingar (sjá tillögur neðar) Heiðursviðurkenningar Kosningar: Kosning formanns Kosning tveggja stjórnarmanna og eins varamanns Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar Kosning eins …

Íþróttastarf eftir 4. maí

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Eins og fram kom í fréttum í gær þá hafa verið gefnar út nánari leiðbeiningar á afléttingu samkomubanns fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi og íþróttastarfi fullorðinna eftir 4. maí. Aflétting samkomubanns og minnispunktar sóttvarnalæknis í stuttu máli: Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi: Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur. Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni …

Hvað er samkomubann?

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

UMFÍ hefur tekið saman mjög góðar upplýsingar í tengslum við áhrif samkomubanns á íþróttir og íþróttamannvirki. Mikilvægt er að hafa í huga að sömu reglur gilda um íþróttaiðkun bæði inni og úti þ.e.a.s að allt skipulagt íþróttastarf fellur niður á meðan samkomubann er í gildi. Við hvetjum forráðamenn og iðkendur til þess lesa viðbrögð UMFÍ við COVID, þau má finna …

Kristrún nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Kristrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í stað Jóns Júlíusar Karlssonar sem hverfur til sambærilegra starfa fyrir Ungmennafélagið í Grindavík. Kristrún kemur til starfa frá Deloitte þar sem hún var verkefnastjóri í fjármálaráðgjöf en áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá Kauphöll Íslands. Hún hefur lokið MBA gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum og BSc prófi í hagfræði auk prófs …

Pistill frá formanni: Ótrúleg samstaða!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Góðan og blessaðan daginn kæru vinir í Aftureldingu nær og fjær. Þetta eru aldeilis einstakir tímar sem við erum að upplifa núna og við eigum eflaust öll eftir að muna þennan tíma svo lengi sem við lifum. Ég er ótrúlega stolt af félaginu okkar hvernig við höfum brugðist við, þjálfarar margir hverjir eru gríðarlega metnaðarfullir og hvetjandi að senda iðkendum …

Áskorun dagsins

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þó svo að skipulagt íþróttastarf hafi tímabundið verið lagt niður, þá getum við flest haldið áfram að hreyfa okkur og hafa gaman. Á næstu dögum munum við setja inn áskoranir dagsins sem við hvetjum alla fjölskyldumeðlimi til að vera með í. Við hvetjum ykkur svo til þess að deila gleðinni með okkur. Instagram @umfafturelding  og merkiði deildina ykkar líka! #heimaæfingAfturelding 24. …