Meistaraflokkur kvenna varð í gær Íslandsmeistari eftir hörku viðureign við HK í úrslitakeppninni í blaki. Kláruðu því stelpurnar úrslitakeppnina í þrem viðureignum sem sýnir styrkleika þeirra. Allir þrír titlarnir komu því í Mosfellsbæinn í ár, Deildarmeistarar, Bikarmeistarar og Íslandsmeistarar. Því má með sanni segja að veturinn sé fullkominn hjá meistaraflokki kvenna í ár. Innilega til hamingju stúlkur og stjórn blakdeildar. ij
Úrslitaleikur á útivelli í kvöld!
HK – Afturelding í Fagralundi þriðjudag 26.apríl kl 19:15. Fjölmennum og hvetjum stelpurnar okkar. Með sigri í kvöld hjá Aftureldingu fer bikar á loft í kvöld! Áfram Afturelding
Íþróttaskóli barnanna – Ath.
Íþróttaskólinn verður næsta laugardag 23. apríl í innilauginni í Lágafelli. Báðir hópar verða frá kl. 10:15-11:15 Þetta tilkynnist hér með. Svava og strumparnir.
Vegna frumvarps um bann á dekkjakurli á gervigrasvöllum
(Tekið af heimasíðu Mosfellsbæjar).
Aðalfundi lokið.
Aðalfundur félagsins fór fram fimmtudaginn 7. apríl að viðstöddu fjölmenni. Fundurinn gekk vel og gaman að heyra yfirlit yfir það mikla sjálboðaliðastarf sem unnið var á síðasta ári enda mikil starfsemi sem fram fer í þessu sjötta stærsta ungmennafélagi landsins. Eymundur Sigurðsson ritari og Anna Sigurðardóttir hættu í aðalstjórn og var þeim þökkuð góð störf síðustu ár. Í stað þeirra komu í stjórnina þær Anna …
Aftureldingarvörur úr Intersport í Sportbúð Errea
Tilkynning til iðkenda og forráðamanna þeirra. Intersport þjónustar ekki lengur fatnaðinn okkar til iðkenda og foreldra eins og verið hefur. Frá og með föstudeginum 18. mars n.k. mun Sportbúð Errea selja Aftureldinga fatnað og þjónusta beint til iðkenda UMFA. Errea mun opna nýja og glæsilega verslun í byrjun maí, í næsta nágrenni við Smáralind. Þangað til munu vörur fyrir Aftureldingu vera …
Aðalfundur Aftureldingar
Aðalfundur Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl n.k. í hátíðarsal Varmárskóla. Fundurinn hefst kl. 18.00.
Bocciamót UMSK
Laugardaginn 27. feb. fer fram árlegt Bocciamót UMSK að Varmá. Búist er við mörgum þátttakendum frá mörgum félögum. Á sama tíma er stórt karatemót í húsinu hjá karatedeild Aftureldingar. ij
Flottur fyrirlestur í kvöld 17. feb.
Flottur fyrirlestur fyrir unglinga og foreldra þeirra í framhaldsskólanum í kvöld miðvikudag 17. feb. Góða skemmtun.
Íþróttamenn Aftureldingar
Telma Rut Frímannsdóttir karatekona og Pétur Júníusson handknattleiksmaður hafa verið valin íþróttakarl og kona Aftureldingar 2015.