Miðvikudaginn 7. desember 2011 lítur nýr upplýsingavefur Aftureldingar dagsins ljós. Vinna við vefinn hefur staðið yfir í langan tíma og fjölmargir komið að henni innan félagsins.
Síðasti tíminn í íþróttaskóla barnanna verður laugardaginn 3 desember.
Síðasti tími annarinnar í íþróttaskóla barnanna verður á morgun laugardaginn 3.des. Af því tilefni ætla allir að mæta í náttfötum og boðið verður upp á hressingu.
Landsmót 50+ 2012 í Mosfellsbæ
Undirbúningur er hafinn fyrir Landsmót 50+ sem haldið verður í annað sinn næsta sumar í Mosfellsbæ í samstarfi UMFÍ, Aftureldingar og fleiri aðila.
Sigurgeir og Telma Rut íþróttamenn Aftureldingar.
Uppskeruhátíð Aftureldingar var haldin á laugardag að Varmá að viðstöddu fjölmenni. Voru veittar fjölmargar viðurkenningar til iðkenda í öllum deildum auk þess sem valið var íþróttafólk deildanna og ýmsar aðrar viðurkenningar veittar.
Aðalstjórn Aftureldingar 2012-2013
Guðjón Helgason var kjörinn nýr formaður félagsins á aðalfundi þess þann 29. mars.
Aðalfundur Sunddeildar
Aðalfundur Sunddeildar verður haldinn þriðjudaginn 19.mars n.k. í gámnum við íþróttahúsið að Varmá.