Viðstödd setningu mótsins voru meðal annarra forseti Íslands, velferðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra sem öll fluttu ávörp.
Dagskrá laugardagsins er þéttskipuð og keppt verður í mörgum íþróttagreinum. Einnig verður landsmótsgestum boðið upp á að reyna sig í ýmsum greinum s.s. stafgöngu og kúluvarpi. Þá verður líka boðið upp á sögugöngu um Álafosskvos kl.14. Veðurspáin er góð og útlit fyrir gott íþróttaveður. Landsmótsnefnd og sjálfboðaliðar hafa staðið í ströngu og munu áfram standa vaktina svo allt fari vel fram.