Dagskrá mótsins hefst strax klukkan 9 á föstudagsmorgni en sjálf setning landsmótsins verður klukkan 19 og er allt Aftureldingarfólk hvatt til að mæta.
Mikið hefur mætt á mótsstjórninni sem unnið hefur geysielga gott starf. Fjöldi sjálfboðaliða verður að störfum á meðan á mótinu stendur og ef einhverjir hafa gleymt að skrá sig þá mætið bara og gefið ykkur fram við mótsstjórnina:)
Mótið stendur fram til sunnudags og verða mótsslit klukkan 16:30.
Allar upplýsingar um keppnisgreinar og allt sem fram fer á mótinu er að finna á vef mótsins http://www.umfi.is/umfi09/50plus/
