Forsala á dansleikinn á Þorrablóti Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 25. janúar næstkomandi í íþróttahúsinu að Varmá. Í ár verður hægt að kaupa miða í forsölu á dansleikinn sem hefst kl. 23.30.

Miðaverð í forsölu: 2.500 kr.
Miðaverð við hurð: 3.000 kr.

Forsölu á dansleikinn lýkur á miðnætti föstudaginn 24. janúar.

Keyptu miða í forsölu hér!

Miðasala á Þorrablótið í heild sinni hefst föstudaginn 17. janúar! Ekki missa af skemmtilegasta viðburði ársins í Mosó!

Með hljómsveit Tomma Tomm koma meðal annars fram; Stefán Hilmarsson, Matti Matt og Erna Hrönn. Hr. Hnetusmjör treður upp!