Hreyfivika UMFÍ

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Afturelding vill vekja athygli á Hreyfivikunni sem stendur yfir núna.
Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. #minhreyfing. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur.

Við hvetjum alla káta krakka til að koma og prófa æfingar hjá okkur. En biðjum forráðamenn að kynna sér starf hverrar deildar áður en farið er af stað. Mikið af vetraríþróttunum okkar eru að klárast þessa dagana.

Fimleikadeild Aftureldingar ætlar að halda uppi fjöri alla vikuna. Smelltu Hér til að sjá dagskránna hjá þeim.