Nú er það orðið ljóst að Íþróttaskólinn getur ekki byrjað núna í september eins og áætlað var.
Í fyrsta lagi er Covid aðeins að stríða okkur. Við gætum hugsanlega skipulagt tímana þannig að það væri óhætt, en við erum þó alltaf að taka áhættu, þvi erfitt getur verið að koma algjörlega í veg fyrir sameiginlega snertifleti. Við erum að nota bolta, blöðrur, áhöld, badmintonspaða og þannig mætti lengi telja. Þó svo líkur séu ekki mjög miklar á smiti þá eru þær alltaf til staðar.
Annað stærra vandamál er það að verið er að vinna í þakinu á sal 3 (salurinn okkar) og þar verður allt í hershöndum næstu vikurnar. Eins og er, er verið að taka þak í 1/3 sal í gegn og aðrir salir rykugir fyrir allan peninginn. Þegar viðgerðum í þeim hluta er lokið verður farið að vinna í miðjubilinu.
Þannig að því miður er það staðreynd að í fyrsta sinn í tæplega 30 ára sögu Íþróttaskólans byrjar hann ekki á réttum tíma.