Óskilamunir

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú þegar lífið er komið á fullaferð í íþróttamannvirkjum Mosfellsbæjar safnast óskilamunir hratt og örugglega upp.
Hún Birna í íþróttahúsinu að Varmá stendur í ströngu við að hringja í eigendur eða forráðamenn þegar flíkurnar eru merktar. Samt er herbergið sem óskilamunir eru í – alveg að springa.

Við hvetjum forráðamenn til að koma við í íþróttahúsinu og sjá hvort eitthvað sem hefur glatast leynist hjá henni Birnu.