Upphífingarstangir í Fellinu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Guðjón Svansson og Vala Mörk voru svo rausnarleg og gáfu Aftureldingu tvær upphífingarstangir sem þau settu upp í Fellinu í síðustu viku.

Afturelding þakkar Guðjóni og Völu kærlega fyrir þessa gjöf og vonandi geta sem flestir nýtt sér hana.

Eins og Guðjón segir sjálfur:

Upphífingar eru frábær æfing fyrir íþróttamenn – spyrjið bara spretthlaupara – en líka mikilvæg æfing fyrir aðra. Styrkir bak, hendur, kjarnann, grip ofl. Og það er hægt gera þessa æfingu í ýmsum útfærslum. Allir geta gert upphífingar í einhverju formi og haft gagn og gaman af.“