Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er fyrri úthlutun af tveimur sem fer fram þann 29. janúar 2022, en sú síðar fer fram í júní 2022. Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri …
Jólakveðja
Skrifstofa Aftureldingar verður í jólafríi þann 23. desember.
Styrktu Aftureldingu og fáðu skattaafslátt í leiðinni!!
Með nýjum lögum samþykkt 1. nóvember geta einstaklingar nú styrkt Aftureldingu um allt að 350.000 krónum en að lágmarki 10.000 krónur á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum. Svona er ferlið: Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki kr. 10.000 inn á reikning Aftureldingar: 0528-14-404617, kt. …
Sunna Rós og Magni valin í U17 og U18
Búið er að velja lokahópa U17 og U18 ára landsliða Íslands í blaki. Liðin halda til Danmerkur og taka þátt í undankeppni EM þann 16. desember og koma heim þann 20.desember. Blakdeild Aftureldingar á fulltrúa í báðum liðum því Sunna Rós Sigurjónsdóttir fer með U17 stúlkna á mótið og Magni Þórhallsson fer með U18 pilta landsliðinu. Við óskum þeim innilega …
Áhorfendur á leikjum – könnun
Nemandi við Háskólann á Bifröst er að vinna að Bc.s ritgerð sína og er markmiðið með ritgerðinni að komast að því hvað handboltaliðin á Íslandi geta gert til að fjölga áhorfendum á handboltaleikjum. Við hjá Aftureldingu viljum endilega leggja okkar að mörkum og hvetjum alla til þess að svara þessari könnun. https://forms.gle/K9MmfYJDEbfX3Hog9
U17 og U19 fulltrúar Aftureldingar
Í fyrsta sinn í 2 ár fengu U-landsliðin okkar í blaki að fara og spila erlendis. NEVZA mótin sem eru Norður-Evrópumót í blaki voru haldin í október. U17 fór til Ikast í Danmörku og U19 mótið var haldið í jólabænum Rovaniemi.sem er talin heimabær jólasveinsins og er í Lapplandi í Finnlandi. Afturelding átti 2 þátttakendur í U17 liðunum, Magni Þórhallsson …
Afturelding efst eftir fyrri hluta Íslandsmótsins
Fyrri hluti Íslandsmótsins í blaki fyrir U12, U14, og U16 ára aldursflokka var haldið að Varmá um helgina. Leiknir voru 99 leikir þar sem samtals 44 lið tóku þátt. Liðin komu frá 10 félögum alls staðar af landinu. Afturelding sendi 2 lið í U12 stúlkna og einnig lið í U16 pilta og stúlkna. Stúlkurnar í U16 gerðu sér lítið fyrir …
Starfsdagur Aftureldingar
Afturelding hélt starfsdag þjálfara í fjórða sinn (hefði átt að vera það fimmta) í gærkvöldi. Rúmlega 100 þjálfarar voru mættir í FMos og hlýddu á fræðandi og eflandi erindi. Í ár fengum við í heimsókn þau Margréti Láru knattspyrnukonu, klíniskan sálfræðing og fótboltamömmu og Viðar Halldórsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Einnig voru þau Birna Kristín formaður Aftureldingar og Gunnar …
Heiðursviðurkenningar ÍSÍ
Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í 75.sinn nú um liðna helgi. Að vanda voru veittar viðurkenningar til forystufólks úr íþróttahreifingunni. Að þessu sinni átti Afturelding tvo frábæra fulltrúa. Ingibjörg Bergrós Jóhannsdóttir er nýr Heiðursfélagi ÍSÍ og Valdimar Leó Friðriksson var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ. Ingibjörg Bergrós Jóhannsdóttir Ingibjörg Bergrós, eða Beggó, var kosin í varastjórn ÍSÍ árið 2002 og í framkvæmdastjórn árið …
Óskilamunir
Nú þegar lífið er komið á fullaferð í íþróttamannvirkjum Mosfellsbæjar safnast óskilamunir hratt og örugglega upp. Hún Birna í íþróttahúsinu að Varmá stendur í ströngu við að hringja í eigendur eða forráðamenn þegar flíkurnar eru merktar. Samt er herbergið sem óskilamunir eru í – alveg að springa. Við hvetjum forráðamenn til að koma við í íþróttahúsinu og sjá hvort eitthvað …