LED skjár tekur við af vallarklukku á Fagverksvelli

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Það eru sannarlega tímamót hjá Aftureldingu í dag en þá tökum við í gagnið 15 fm LED skjá sem leysir gömlu góðu vallarklukkuna af hólmi.  Skjárinn verður vígður í síðasta leik kvenna í knattspyrnu í Lengjudeildinni en þær taka á móti FH.  Úrslit þessa leiks getur komið þeim í efstu deild á næsta tímabili. Afturelding þakkar byggingarfélaginu Bakka fyrir rausnarlegt …

Nýtt samskiptaforrit – Sportabler

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá öllum deildum og eru æfingatöflur vetrarins tilbúnar og aðgengilegar á vefsíðu félags. Þær gætu þó tekið breytingum og biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með viðkomandi deild.  Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/afturelding Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið …

Ísland vann Smáþjóðamótið í U19

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

U19 ára kvennalandslið Íslands í blaki vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamótsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Afturelding átti 3 leikmenn í hópnum , Daníela Grétrsdóttir uppspilari, Rut Ragnarsdóttir frelsingi og Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og voru þær allar í byrjunarliðinu og stóðu sig frábærlega eins og allt liðið. Aðalþjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vincete þjálfari kvenna og karlaliða …

Afturelding með þrjár í U19 landsliði kvenna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Um komandi helgi, 2-4 september fara fram fyrstu landsleikir í blaki  U liða  síðan haustið 2019 þegar U19 kvennaliðið tekur þátt í Smáþjóðamóti. Blaksamband Íslands hefur skipulagt mótið á Laugarvatni í samstarfi með Smáþjóðanefndinni. Ísland spilar við lið Gíbraltar, Möltu og Færeyja og verður opið fyrir áhorfendur og einnig verður leikjunum streymt. Afturelding á þrjá fulltrúa í liðinu og eru …

Byrjendablak fyrir fullorðna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendablak fyrir fullorðna á þriðjudögum kl 21:15-22:45 Æft verður einu sinni í viku undir leiðsögn þjálfara og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 7. september og fara æfingar fram í sal 3 í íþróttahúisnu að Varmá. Allir velkomnir, bæði karlar og konur. Skráning á:  blakdeildaftureldingar@gmail.com

Vetrarstarf Aftureldingar 2021-2022 – UPPFÆRT

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá Aftureldingur og eru stundatöflur vetrarins tilbúnar. Þær gætu þó breyst eitthvað og við biðjum foreldra og forráðamenn að fylgjast með því hjá deildunum. Núna á þessari önn tökum við í gagnið nýtt greiðslukerfi vegna þess að Sportabler hefur sameinast Nóra sem við höfum notast við undanfarin ár. Við biðjum ykkur að huga vel …

Thelma Dögg Grétarsdóttir er Íslandsmeistari í strandblaki kvenna 2021

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslandsmotið í strandblaki fór fram í Fagralundi á glæsilegu og endurbættu svæði þar sem 4 vellir voru komnir upp og frábær aðstaða fyrir áhorfendur einnig. Afturelding átti þátttakendur í flestum deildum og komu flestir þátttakendur okkar með verðlaun heim. Thelma Dögg Grétarsdóttir varða Íslandsmeistari í kvennaflokki ásamt meðspilara sínum Hjördísi Eiríksdóttur en þær unnu ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum 2-0. Daníela …

Sumarlokun skrifstofu Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Skrifstofa Aftureldingar lokar vegna sumarleyfa í tvær vikur, frá og með mánudeginum 12. júlí og opnum aftur mánudaginn 26. júlí. Njótið sumarsins og sjáumst aftur í lok júlí.

Mynd: Lárus Wöhler

Verum góð fyrirmynd fyrir unga áhorfendur og iðkendur okkar ágæta félags

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Mynd: Lárus Wöhler Með samstilltu átaki munum við breyta þessari hegðun. Verum góð fyrirmynd fyrir unga áhorfendur og iðkendur okkar ágæta félags. Við hvetjum alla, iðkendur, forráðamenn og áhorfendur að skoða siðareglurnar okkar.  Siðareglur Aftureldingar má finna HÉR. Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara Stjórn KSÍ hefur sent aðildarfélögum ákall vegna frétta og frásagna af framkomu í …

Umsóknir í sjóði – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú fer að líða að síðari úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur en sú fyrri fór fram í janúar á þessu ári.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er …