Áhorfendur á leikjum að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Loksins – loksins megum við taka á móti áhorfendum á íþróttaviðburði. Enn eru þó takmarkanir sem við höfum brugðist við með því að merkja stúkurnar inn í húsi með límmiðum sem segja ýmist ‘sæti’ eða ‘ekki sæti’. Einnig er önnur hver sætalína lokuð til þess að auðvelda fjölskyldum og tengdum einstaklingum að sitja saman. Við biðjum okkar áhorfendur  að virða …

Vertu með – Sports for all

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á átta tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna, en rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er um helmingi minni en barna af heimilum þar sem töluð er íslenska. Bæklingana er bæði …

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar 4. mars 2021 kl. 18

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Frjálsar

Kæru foreldrar og forráðamenn, Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 4. mars kl. 18:00 á skrifstofu Aftureldingar Á fundinum verða fundarstörf þessi: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar. 5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. 6. Kosningar: a) Kosinn …

Úthlutun sjóða – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er fyrri úthlutun af tveimur sem fer fram þann 29. janúar 2021, en sú síðar fer fram í júní 2021.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri …

Íþróttaskóli barnanna

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íþróttaskóla barnanna frestað um óákveðin tíma. Á facebook síðu skólans segir: „Ástæður eru m.a. þær að skv. almannavörnum má ég ekki taka nema 20 fullorðna inn í salinn (hélt að ég mætti vera með 50 fullorðna). Það þýðir að það komast ekki nema 16 – 17 börn í hvern hóp. Hóparnir fylltust alveg strax og nú stend ég frammi fyrir …

Byggingafélagið Bakki framlengir samstarfssamning við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Blak, Handbolti, Knattspyrna, Körfubolti

Byggingafélagið Bakki hefur framlengt samstarfssamningi við Aftureldingu til ársins 2022, en fyrri samningurinn rann út í lok árs 2020. Samningurinn kveður á um að Bakki sé aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta, knattspyrnu og körfubolta. Afturelding er afar þakklát Bakka fyrir áframhaldandi stuðning við félagið.  Merki Bakka er sem fyrr framan á keppnisbúningum Aftureldingar í yngri flokkum í þeim …

Kjör íþróttafólk Mosfellsbæjar: Alexander valinn Þjálfari ársins 2020

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fimleikar

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Blik miðvikudaginn 6. janúar 2021 í beinni útsendingu í gegnum Youtube. Að þessu sinni voru 13 konur og 16 karlar tilnefnd til kjörsins og hafa aldrei verið fleiri. Íþróttakona Mosfellsbæjar 2020 var kjörin: Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrnukona í Fylki. Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 var kjörinn: Kristófer Karl Karlsson golfíþróttamaður …

Skráning iðkenda

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Við minnum forráðamenn á að ganga frá skráningu á vorönn. Til þess að fá aðgang að Sideline appinu verða iðkendu að vera skráðir í Nóra, afturelding.felog.is. Æfingatímar birtast á XPS Sideline appinu. Einnig er þetta samskiptatól þjálfara. Hægt er að kynna sér appið betur HÉR. Mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir og hægt sé að ná í forráðamenn komi …

Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2020

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Í morgun vorum verðlaun íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar 2020 afhent. Viðburðurinn var öllu látlausari í ár en undanfarin ár, en við fengum til okkar það íþróttafólk sem stendur fremst meðal jafninga. Viðburðinum var streymt beint frá facebook og hægt er að nálgast útsendinguna HÉR. Íþróttamaður Aftureldingar 2020 var valinn Guðmundur Árni Ólafsson handknattleiksmaður. Guðmundur Árni lék mjög vel á seinni …