Ungmennafélagið Afturelding auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Við leitum að jákvæðum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er laust frá og með 1. janúar 2017. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og fjárreiðum félagsins. Í því felst meðal annars að aðstoða við að afla styrkja, gerð áætlana og styður við við deildir félagsins í öllu þeirra …
Nýr opnunartími skrifstofu
Frá og með 14. nóvember verður skrifstofa Ungmennafélagsins Aftureldingar opin sem hér segir: Mánudaga til föstudaga frá klukkan 13:00 til 16:00
Æfingatöflur frá 1. sept. 2016
Æfingatöflur deilda félagsins hafa nú verið settar inn hér til hægri á aðalsíðuna (Æfingatöflur). Einnig má finna þær inn á flipum viðkomandi deilda. Æfingatöflur eru birtar með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. ij
Kynningardagur Aftureldingar
Á Kjúklingafestivalinu við Varmá á laugardaginn verða deildir Aftureldingar með bás þar sem þær kynna starfsemi sína á milli kl. 14.00 og 16.00. Verið hjartanlega velkomin. Blakdeild, fimleikadeild og taekwondodeild verða með opnar æfingar og sýningar. Knattspyrnudeild býður fólk velkomið í heimsókn á Wee-tos mótið á Tungubökkum. Nánar hér.. Sjáumst. Áfram Afturelding!
Sumarnámskeið í ágúst!
Óvenjumörg sumarnámskeið fyrir börn standa til boða hjá félaginu í ágúst. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að skrá börn sín í þessi námskeið og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi í ágúst með okkur. Upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins undir www.afturelding.is undir flipum deilda og á fésbókarsíðum deilda. • Handboltaskóli Varmá 2.- 5. ágúst og 8.- 11. ágúst. • Blakskóli …
Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 11. júlí til og með 22. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Framkvæmdastjóri.
Merki Aftureldingar.
Af gefnu tilefni skal áréttað: Að í gildi er samningur milli Aftureldingar og Errea sem kveður á um að iðkendur félagsins klæðist eingöngu fatnaði frá Errea, merktum félaginu, á mótum og öðrum stöðum er þeir koma fram fyrir hönd félagsins. Samkvæmt þeim samningi er öðrum aðilum, er selja íþróttafatnað, óheimilt að nota merki Aftureldingar á sinn fatnað. Vinsamlegast virðið þennan samning. Séum við …
Nú er framundan sannkallað fótboltasumar þar sem landsliðið okkar spilar á EM í fyrsta skipti. Hér heima er líka allt á fullu í boltanum. Meistaraflokkar og yngri flokkar í Aftureldingu hafa byrjað leiki sína í Íslandsmótinu frábærlega og hvetjum við alla til að mæta vel í stúkuna í sumar og hvetja Aftureldingu. Liverpoolskólinn er næsta stórverkefni knattspyrnudeilar en skólinn verður hér á …
Hreyfivika 23. – 29. maí
Við viljum hvetja alla til að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ þann 23. – 29. maí n.k. Um er að ræða hvatningu til almennings um mikilvægi hreyfingar um alla Evrópu, átak sem fleiri og fleiri taka þátt í. Afturelding tekur aftur þátt í átakinu og bjóða frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild börnum að koma á æfingar í hreyfivikunni án endurgjalds. Sjá æfingatöflur …
Úrslitakeppnin í handboltanum – mikilvægur leikur!
Á morgun laugardag er mikilvægur leikur að Varmá fyrir okkar menn en þá ræðst hvort áframhald verður á þátttöku í úrslitakeppni þeirra bestu í handboltanum í ár. Stöndum saman mætum öll í stúkuna okkar. Leikurinn hefst kl. 17.00 – mætum tímanlega. Áfram Afturelding!