Aðalfundi lokið.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur félagsins fór fram fimmtudaginn 7. apríl að viðstöddu fjölmenni. Fundurinn gekk vel og gaman að heyra yfirlit yfir það mikla sjálboðaliðastarf sem unnið var á síðasta ári enda mikil starfsemi sem fram fer í þessu sjötta stærsta ungmennafélagi landsins.  Eymundur Sigurðsson ritari og Anna Sigurðardóttir hættu í aðalstjórn og var þeim þökkuð góð störf síðustu ár.  Í stað þeirra komu í stjórnina þær Anna …

Aftureldingarvörur úr Intersport í Sportbúð Errea

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Tilkynning til iðkenda og forráðamanna þeirra. Intersport þjónustar ekki lengur fatnaðinn okkar til iðkenda og foreldra eins og verið hefur. Frá og með föstudeginum 18. mars n.k. mun Sportbúð Errea selja Aftureldinga fatnað og þjónusta beint til iðkenda UMFA.  Errea mun opna nýja og glæsilega verslun í byrjun maí, í næsta nágrenni við Smáralind.  Þangað til munu vörur fyrir Aftureldingu vera …

Aðalfundur Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl n.k. í hátíðarsal Varmárskóla. Fundurinn hefst kl. 18.00.

Bocciamót UMSK

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Laugardaginn 27. feb. fer fram árlegt Bocciamót UMSK að Varmá. Búist er við mörgum þátttakendum frá mörgum félögum.  Á sama tíma er stórt karatemót í húsinu hjá karatedeild Aftureldingar. ij

Íþróttamenn Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Telma Rut Frímannsdóttir karatekona og Pétur Júníusson handknattleiksmaður hafa verið valin íþróttakarl og kona Aftureldingar 2015.

Þorrablóti lokið – Vinningaskrá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Vel heppnuðu þorrablóti félagsins er lokið. Þorrablótsnefndin fær hrós fyrir vel lukkað blót sem aldrei hefur verið stærra í sniðum, en tæplega 700 manns voru að þessu sinni á blótinu.  Kærar þakkir fyrir að styðja félagið. Vinningaskrá í happdrætti kvöldsins má nálgast hér: ij.

Þorrablót Aftureldingar 2016

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Næsti stórviðburður er auðvitað Þorrablót Aftureldingar sem verður að Varmá 23. janúar n.k. Miðasala er hafin á Hvíta Riddaranum á opnunartíma þar. Sjáumst kát og munið að kaupa miða í tíma því í fyrra varð uppselt á þetta skemmtilega blót sem allir bæjarbúar fjölmenna á. Nefndin.

Gleðileg jól!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Skrifstofa félagsins að Varmá verður lokuð Þorláksdag, aðfangadag og gamlársdag auk þeirra daga sem íþróttamiðstöðin er lokuð yfir hátíðirnar. Starfsfólk skrifstofunnar þakkar gott samstarf á árinu sem senn er liðið og óskar öllu því frábæra fólki sem vinnur fyrir félagið og iðkendum þess gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Gleðileg jól.  ij.

Jólasýning Fimleikadeildar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú styttist óðfluga í jólasýninguna Fimleikadeild Aftureldingar og eru krakkarnir búin að vera þvílíkt dugleg að æfa með þjálfurunum sínum til að geta sýnt ykkur hversu mikið þeim hefur farið fram á þessari önn. Jólasýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin sunnudaginn 13. desember kl 11:00-12:30 í sal 1. Gleðileg jól.