Samskiptaáætlun Erindis

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á vel heppnuðum starfsdegi Aftureldingar þann 27. september s.l fengum við Björg Jónsdóttur frá Erindi í heimsókn. Erindi eru samtök um samkipti og skólamál, en þau bjóða upp á ráðgjöf fyrir börn og fjölskyldur þeirra, starfsfólk skóla og aðra sem vinna með börnum. Við hjá Afureldingu erum í góðu samstarfi við Erindi og með því tryggjum við að iðkendur, foreldar og þjálfara hafi aðgang að fagfólki ef til samskipta- og eineltismála komi.
Erindi leggur ríka áherslu á að bregðast við málum með góðum samskipum áður en þau verða að eineltismálum. Því nota þau orðið samskiptaáætlun. Áætlunin skiptist í þrjár flokka; markmið íþróttafélagsins, forvarnavinnu og aðgerðaráætun. Hér má finna samskiptaáætlun Erindis sem kynnt var fyrir þjálfurum og stjórnarmönnum á starfsdeginum. Við biðjum alla foreldra að kynna sér áætlunina.

Hanna Björk, íþróttafulltrúi er tengiliður við þjálfara, foreldra og Erindi. Hægt er að ná í Hönnu í tölvupósti hannabjork@afturelding.is eða í síma 566-7089.