Vel heppnuðu þorrablóti félagsins er lokið. Þorrablótsnefndin fær hrós fyrir vel lukkað blót sem aldrei hefur verið stærra í sniðum, en tæplega 700 manns voru að þessu sinni á blótinu. Kærar þakkir fyrir að styðja félagið. Vinningaskrá í happdrætti kvöldsins má nálgast hér: ij.
Þorrablót Aftureldingar 2016
Næsti stórviðburður er auðvitað Þorrablót Aftureldingar sem verður að Varmá 23. janúar n.k. Miðasala er hafin á Hvíta Riddaranum á opnunartíma þar. Sjáumst kát og munið að kaupa miða í tíma því í fyrra varð uppselt á þetta skemmtilega blót sem allir bæjarbúar fjölmenna á. Nefndin.
Gleðileg jól!
Skrifstofa félagsins að Varmá verður lokuð Þorláksdag, aðfangadag og gamlársdag auk þeirra daga sem íþróttamiðstöðin er lokuð yfir hátíðirnar. Starfsfólk skrifstofunnar þakkar gott samstarf á árinu sem senn er liðið og óskar öllu því frábæra fólki sem vinnur fyrir félagið og iðkendum þess gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gleðileg jól. ij.
Jólasýning Fimleikadeildar
Nú styttist óðfluga í jólasýninguna Fimleikadeild Aftureldingar og eru krakkarnir búin að vera þvílíkt dugleg að æfa með þjálfurunum sínum til að geta sýnt ykkur hversu mikið þeim hefur farið fram á þessari önn. Jólasýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin sunnudaginn 13. desember kl 11:00-12:30 í sal 1. Gleðileg jól.
Engar æfingar í dag mánudag!
Áríðandi tilkynning! Öllum æfingum félagsins sem vera áttu í dag mánudaginn 7. des. hefur verið aflýst vegna viðvörunar frá Almannavörnum. Íþróttamiðstöðvum að Varmá og Lágafelli verður lokað kl. 16.00. Framkvæmdastjóri.
Liðadagar fyrir jólinn!
Tilboð í Intersport: Intersport sem selur alla búninga félagsins verður með sérstakt jólatilboð, 20% afslátt af öllum Aftureldingarvörum fram til jóla, svokallaða Liðadaga. Aftureldingarvörur að Varmá: Vekjum einnig athygli á því að hér í Íþróttamiðstöðinni að Varmá er nú hægt að kaupa margskonar Aftureldingarvörur á góðu verði fyrir jólasveina sem vantar að gefa í skóinn. UMFA -húfur – sundpokar – tattoomiðar – handklæði – …
Viðauki við búningasamning
Afturelding og Errea skrifuðu nýverið undir viðauka við gildandi búningasamning á milli Errea og félagsins. Samningurinn inniheldur viðbætur á vörum til þriggja deilda félagsins, fimleikadeildar, karatedeildar og taekwondodeildar sem ekki var fyrir í samningi þeim sem nú er í gildi. Viðbót þessi er sérlega ánægjuleg fyrir þessar deildir. Errea hefur einkarétt á að nota merki félagsins á fatnaði iðkenda og …
„Setjum markið hátt“
Fimmtudaginn 12. nóv. kl. 20.00 í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.
Nýtt! Léttar göngu- og skokkæfingar fyrir almenning!
Afturelding og Elding líkamsrækt bjóða nú upp á léttar göngu og/eða skokkæfingar úti í góðum félagsskap með þjálfara. Hópur 1. Þriðjudags- og fimmtudagsmorgna milli kl: 09.00 og 10.00. Sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru heimavinnandi en vantar hvata til að koma og hreyfa sig í góðum og jákvæðum félagsskap. Hver og einn ræður sínum hraða og ákefð í æfingum. Hópur …
Hreyfivika 21. – 27. sept.
Afturelding tekur nú í annað sinn þátt í alþjóðlega verkefninu Move Week sem kölluð er Hreyfivika hér á landi. Verkefnið er sameiginlegt lýðheilsuverkefni sem margir aðilar koma að. Auk opinna kynningartíma sem Afturelding býður upp á í vikunni eru fleiri aðilar hér í Mosfellsbæ sem bjóða upp á kynningar og hreyfingu eins og t.d. hestamannafélagið, ferðafélagið, líkamsræktarstöðvar, sundlaugar og fleiri sem sinna íþróttastarfi og líkamsrækt. Við hvetjum foreldra til …