Salur 3 lokaður á föstudag og laugardag

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Salur 3 verður lokaður á föstudaginn 21. og laugardaginn 22. september. Vinna við að setja línur fyrir blak- og körfuboltavelli verður í gangi þessa dagana. Þar af leiðandi falla allar æfingar niður í sal 3 á þessum dögum.
Við biðjumst velvirðingar á þessu.

Þakkir frá aðalstjórn

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Ágæta Aftureldingarfólk.
Með hækkandi sól og blómum í haga þá virðist flest vera að breytast til betri vegar.
Þá tilfinningu fengum við í stjórn Aftureldingar um síðustu helgi þegar 50+ landsmótið var haldið.

Ágóði af miðasölu rennur til erlendu leikmannanna

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Erlendu stúlkurnar í mfl knattspyrnu urðu fyrir því óláni um daginn að brotist var inn til þeirra og alls kyns tölvubúnaði og tækjum stolið frá þeim. Meistarflokksráð hefur ákveðið að allur ágóði miðasölu á leikinn í kvöld gegn Þór/KA renni til þeirra til að auðvelda þeim að græja sig upp á ný.

Vel heppnuðu Landsmóti 50+ lokið

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Landsmótinu var slitið um miðjan dag eftir að keppni var lokið í öllum greinum. Meðal greina í dag voru pönnukökubakstur og þríþraut. Í þríþraut kvenna hampaði Halldóra Björnsdóttir, Aftureldingarkona, gullinu.