Íþrótta og tómstundaþing í Mosfellsbæ

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Leggja á lokahönd á stefnumótun Mosfellsbæjar í þessum málaflokki á stefnuþingi laugardaginn 17. mars. Aðgangur er öllum opinn og hvetur aðalstjórn Aftureldingar allt áhugafólk um öflugt íþróttastarf til að mæta á þingið.

Nýr salur og samstarf um framtíðarskipulag að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Viðbygging verður reist að Varmá sem mun leysa brýnasta húsnæðisvanda félagsins, bæði hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar sem og skrifstofu- og félagsaðstöðu. Einnig er samkomulag milli félagsins og bæjaryfirvalda að unnið verði að framtíðarskipulagi að Varmá í samvinnu beggja aðila.

Telma Rut kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar 2011

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Karate

Kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar var lýst fyrr í kvöld í hófi íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins að Varmá. Fjöldi annarra viðurkenninga var einnig veittur framúrskarandi íþróttafólki.

Gleðileg jól!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalstjórn Aftureldingar sendir iðkendum og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og stjórnum deilda sem og Mosfellingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökkum fyrir liðið íþróttaár.

Nýr framkvæmdastjóri

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aftureldingar og hefur tekið til starfa.

Ný heimasíða í loftið

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Miðvikudaginn 7. desember 2011 lítur nýr upplýsingavefur Aftureldingar dagsins ljós. Vinna við vefinn hefur staðið yfir í langan tíma og fjölmargir komið að henni innan félagsins.