Fulltrúar Aftureldingar í U landsliðum Íslands

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Íslensku landsliðin í U17 og  U19 landsliðum hafa verið á faraldsfæti undanfarnar vikur. U17 spiluððu á NEVZA mótinu sem haldið var í Danmörku um miðjan október.  Þar átti Afturelding fulltrúa í kvennaliðinu í Sunnu Rós Sigurjónsdóttur og aðstoðarþjálfari liðsins var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Bæði liðin náðu 5.sæti á mótinu eftir sigur á Færeyjum í síðustu leikjum liðanna. Í síðustu viku …

Villý heiðruð, hefur spilað 300 leiki fyrir Aftureldingu ♥GOAT ♥

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Fyrir leik Aftureldingar og Þróttar Reykjavíkur í blaki í gærkvöldi var Velina Apostolova heiðruð. Villý okkar kom til Aftureldingar þegar Blakdeildin ákvað að tefla fram kvennaliði í efstu deild haustið 2011. Með henni komu foreldrar hennar, Apostol  sem var þjálfari liðsins, móðir hennar, Miglena sem þjálfaði yngri iðkendur deildarinnar og yngri systir hennar Kristina sem spilaði lengi sem frelsingi liðsins. …

Körfuboltakrakkar á ferð og flugi

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Krakkarnir okkar í Aftureldingu Körfubolta spiluðu um helgina fjölmarga leiki. 8. bekkurinn, krakkar fæddir 2010, spiluðu í 1. umferð Íslandsmótsins vestur í bæ um helgina. Hvar þeir sigruðu báða leiki sína á laugardaginn. Fyrst ÍA eftir hörkuleik og fylgdu því svo eftir með öðrum flottum sigri á KR-e. Á sunnudaginn lék liðið hreinan úrslitaleik gegn Haukum –b  um hvort liðið …

Leikir helgarinnar í körfunni

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Um helgina voru leikir í 9. og 10. flokki. Í gær, laugardag, fór 10. flokkur í heimsókn á Laugarvatn og kepptu við Laugdæli/Hrunamenn.  Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir okkar menn en í loka leikhlutanum duttu nokkrir þristar og komst spenna í leikinn. Leikurinn endaði þó með tapi okkar manna 74-68. Strákarnir sigruðu báða sína leiki í dag á heimavelli í Varmá …

Íþróttaskóli barnanna hefst á laugardaginn, 23. sept.

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Íþróttaskóli barnanna

Íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu hefst næsta laugardag,  eða þann 23.september. Skráning fer nú fram á Sportabler https://www.sportabler.com/shop/afturelding Innifalið í verði er bolur á barnið frá JAKO  og nafnamerking. Yngstu börnin byrja fyrst, kl 9:15 – 10:00, næsti hópur kemur kl 10:15 – 11:00 og síðasti hópurinn kermur kl 11:15-12:00 Börnunum verður skipt upp í aldurshópa eftir að skráningu lýkur og er …

Aftureldingarbrúsarnir komnir aftur í Aftureldingarbúðina

Blakdeild AftureldingarAfturelding

Aftureldingarbúðin að Varmá er nú komin á Sportabler og hægt er að versla bæði  þar og mæta með kvittun, eða senda börnin með kvittunina eða mæta að Varmá og versla beint úr búðinni. Aftureldingarbrúsarnir eru nú loksins komnir aftur eftir að þeir seldust upp í sumar. Nýtt í búðinni er einnig kökuskeryting í formi Aftureldingarmerkis  (má borða)  til að setja …

Körfubolti – leikir um helgina

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Íslandsmótið í 9. og 10. flokki drengja er komið á fullt í körfuboltanum.  Um síðustu helgi lék Afturelding við Aþenu/Leikni í Austurbergi og tapaði naumlega með 2 stigum, 73-75.  Á sunnudaginn lék svo lið 2 Aftureldingar í 9. flokki við Laugdæli/Hrunamenn í Varmá en liðið leikur í 4 deild.  Eftir spennandi leik fór viðureignin samt svo að okkar menn töpuðu …

Uppfærð æfingatafla körfuknattleiksdeildar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Endanleg mynd er nú komin á æfingatöflu körfuknattleiksdeildar Aftureldingar, smávægilegar breytingar og einnig komnir inn tímar fyrir +16 hópinn. Skráning inn á www.afturelding.is/korfubolti en þar er hnappur fyrir Sportabler eða þá í gegnum App-ið.  

Körfubolti – Hætt við breytingar á æfingatímum 1.-4. bekkjar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Við ætluðum að reyna að færa æfingatíma til í 1.-4. bekk vegna skörunar við knattspyrnuæfingar, Við mislásum frístundarútuna og flækjustigið sem þessu veldur sem er töluvert meira en hagræði af því að gera þetta. Við höfum þó ákveðið að æfingar á föstudögu færist yfir í Varmá en við höldum sömu tímum eins og fyrirfram var ákveðið. Þetta ætti því ekki …

Fyrirlestur um leikreglur

Fyrirlestur um leikreglur í upphafi keppnistímabilsins

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar fékk Rúnar Birgi Gíslason, alþjóða eftirlitsmann FIBA, til að halda stuttan fyrirlestur um helstu leikreglur í körfuboltanum og fór kynningin fram þriðjudagskvöldið 29. ágúst.  Þessi kvöldstund var hugsuð fyrir eldri iðkendur í körfubolta hjá Aftureldingu og foreldra til að öðlast betri skilning á störfum dómara og helstu reglum íþróttarinnar.  Á sama tíma er verið að undirbúa iðkendur til …