Nánari upplýsingar: ithrottaskolinn@gmail.com facebook: íþróttaskóli Barnanna Afturelding
Allar æfingar eftir kl. 16:30 falla niður í dag vegna veðurs
Spáð er vonskuveðri seinni partinn í dag og hafa almannavarnir lýst yfir óvissustigi frá kl. 17. Af þeim sökum falla niður æfingar í dag sem áttu að hefjast kl. 16:30 og síðar. Við viljum biðja forráðamenn um að sækja þau börn sem eru inn í íþróttahúsinu ef kostur er.
Aflétting takmarkana
Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsótta er í gild frá og með 29. janúar og gildir til 24 febrúar 2022. Hámarksfjöldi á íþróttaæfingum eru 50 manns í hverju hólfi. Og íþróttakeppnir barna og fullorðinna eru heimilar. Nú er leyfilegt að taka ámóti allt að 500 áhorfendum ef fylgt er reglum um sitjandi viðburði. Þær reglur segja til um 1. …
Afsláttadagar hjá Jako
Dagana 31 janúar – 12 febrúar býður Jakosport 20% afslátt af öllum vörum í tilefni 20 ára afmælis. Hægt er að nýta afsláttinn í vefverslun með því að nota kóðann 20ARA
Íþróttaskóli barnanna
Kæru vinir. Miðað við gildandi takmarkanir getum við EKKI byrjað Íþróttaskólann næsta laugardag. Næsta hugsanlega byrjun er laugardaginn 5.febrúar. Við tökum stöðuna í vikunni á undan og upplýsingar verða settar hér inn. Þær fjölmörgu skráningar, sem nú þegar eru komnar, eru í gildi og því þarf EKKI að senda inn aðra skráningu. Allar frekari upplýsingar má nálgast hjá ithrottaskolinn@gmail.com Verum …
Breyttar samkomutakmarkanir
Við vekjum athygli á breyttum reglum um samkomutakmarkanir. Breytingin er ekki svo mikil fyrir okkur þegar kemur að íþróttaiðkun. Af vef íþrótta og ólympíusambandi Íslands ‘Almennar samkomutakmarkanir fara í tíu úr tutttugu á miðnætti og verða áfram 2 metra nálægðarmörk ásamt grímuskyldu. Skólar halda áfram að vinna samkvæmt reglugerð. Heimild fyrir fleira fólk á viðburðum en samkomutakmarkanir heimilda að undangengnum …
Smitrakning og sóttkví – leiðbeiningar frá ÍSÍ
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að smittölur í samfélaginu eru ansi háar þessa dagana og því hefur verið mikið að gera hjá smitrakningarteyminu. Ekki er alltaf hægt að ná í smitrakningarteymið til að fá svör þegar upp kemur smit …
Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2021
Í morgun, sunnudaginn 9 janúar voru verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu afhent. Athöfnin var heldur fámenn og látlaus annað árið í röð. Árið 2021 var ákaflega gott fyrir okkur Aftureldingafólk og margt frambærilegt íþróttafólk var tilnefnt. Í ár hlutu þau Þórður Jökull, karate og Thelma Dögg, blak tittlana íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar Þórður Jökull Henrysson Þórður er í afrekshóp karatedeildar …
Thelma Dögg Grétarsdóttir íþróttakona Mosfellsbæjar 2021
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar fór fram í dag, þann 6.janúar. Okkar kona, Thelma Dögg hlaut viðurkenninguna að þessu sinni, hún er virkilega vel að þessu komin eftir frábært ár. Blakdeild Aftureldingar ákaflega stolt af henni og óskum við henni innilega til hamingju með þennan heiður en Thelma hefur átt frábært blakár og er tvöfaldur Íslandsmeistari, bæðí í inniblaki með liði sínu …