Íslandsmotið í strandblaki fór fram í Fagralundi á glæsilegu og endurbættu svæði þar sem 4 vellir voru komnir upp og frábær aðstaða fyrir áhorfendur einnig. Afturelding átti þátttakendur í flestum deildum og komu flestir þátttakendur okkar með verðlaun heim. Thelma Dögg Grétarsdóttir varða Íslandsmeistari í kvennaflokki ásamt meðspilara sínum Hjördísi Eiríksdóttur en þær unnu ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum 2-0. Daníela …
Sumarlokun skrifstofu Aftureldingar
Skrifstofa Aftureldingar lokar vegna sumarleyfa í tvær vikur, frá og með mánudeginum 12. júlí og opnum aftur mánudaginn 26. júlí. Njótið sumarsins og sjáumst aftur í lok júlí.
Verum góð fyrirmynd fyrir unga áhorfendur og iðkendur okkar ágæta félags
Mynd: Lárus Wöhler Með samstilltu átaki munum við breyta þessari hegðun. Verum góð fyrirmynd fyrir unga áhorfendur og iðkendur okkar ágæta félags. Við hvetjum alla, iðkendur, forráðamenn og áhorfendur að skoða siðareglurnar okkar. Siðareglur Aftureldingar má finna HÉR. Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara Stjórn KSÍ hefur sent aðildarfélögum ákall vegna frétta og frásagna af framkomu í …
Umsóknir í sjóði – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar
Nú fer að líða að síðari úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur en sú fyrri fór fram í janúar á þessu ári. Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er …
KALEO nýr styrktaraðili mfl. karla í knattspyrnu
Mosfellska hljómsveitin KALEO mun næstu tvö árin vera með aðalauglýsinguna framan á búningum meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Afturelding mun í sumar leika í Lengjudeildinni í knattspyrnu og merki KALEO mun vera framan á treyjum liðsins. Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi. KALEO …
Aðalfundur Aftureldingar
Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í gær, 29 apríl 2021. Hafsteinn Pálsson var fundarstjóri og Kristrún Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Aftureldingar var ritari. Auk hefðbundinna fundarstarfa kynntu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Birna Kristín formaður Aftureldingar skýrslu sem Efla vann í samstarfi við bæinn og íþróttafélagið um framtíðarsýn íþróttasvæðisins. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að þjónustu- og aðkomubygging er …
Sumarstarf Aftureldingar
Það verður nóg um að vera í sumar fyrir iðkendur Aftureldingar. Ýmist er boðið upp á fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn. Ath ef iðkendur eru á námskeiðum fyrir hádegi og eftir hádegi hjá sitthvorri deildinni er boðið upp á fylgd á milli námskeiða og gæslu í hádeginu. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við skrifstofu Aftureldingar: hannabjork@afturelding.is Skráning …
Sumargjafirnar fást hjá okkur
Þótt að íslenska veðrið segi ekki endilega til um það þá er sumarið bara rétt handan við hornið. Sumargjafir Mosfellinga og Aftureldingafólks fást hjá okkur. Við hvetjum alla til að kíkja á það sem er í boði HÉR Þessar vörur eru seldar sem fjáröflun og er því tilvalið að smella sér á sumargjafir merktar félaginu og í leið styrkja starfið.
Íþróttastarf hefst aftur 15 apríl.
Nýjustu tilslakanir opna á íþróttastarfið. Á vef stjórnaráðs segir : Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Fjöldtakmörkun nemenda í hólfi er 50 einstaklingar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla okkar iðkendur. Við biðjum forráðamenn og …
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Aftureldingar 26. apríl
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 26. apríl næstkomandi kl. 18 í Vallarhúsi að Varmá. Dagskrá fundarins er: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram ársreikning til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar Kosningar (kosningar fara fram á aukaaðalfundi að hausti) …