Sumarnámskeið í ágúst!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Óvenjumörg sumarnámskeið fyrir börn standa til boða hjá félaginu í ágúst. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að skrá börn sín í þessi námskeið og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi í ágúst með okkur.  Upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins undir www.afturelding.is undir flipum deilda og á fésbókarsíðum deilda.  • Handboltaskóli Varmá 2.- 5. ágúst og 8.- 11. ágúst. • Blakskóli …

Sumarlokun skrifstofu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 11. júlí til og með 22. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Framkvæmdastjóri.

Merki Aftureldingar.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Af gefnu tilefni skal áréttað: Að í gildi er samningur milli Aftureldingar og Errea sem kveður á um að iðkendur félagsins klæðist eingöngu fatnaði frá Errea, merktum félaginu, á mótum og öðrum stöðum er þeir koma fram fyrir hönd félagsins.  Samkvæmt þeim samningi er öðrum aðilum, er selja íþróttafatnað, óheimilt að nota merki Aftureldingar á sinn fatnað. Vinsamlegast virðið þennan samning. Séum við …

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú er framundan sannkallað fótboltasumar þar sem landsliðið okkar spilar á EM í fyrsta skipti. Hér heima er líka allt á fullu í boltanum.  Meistaraflokkar og yngri flokkar í Aftureldingu hafa byrjað leiki sína í Íslandsmótinu frábærlega og hvetjum við alla til að mæta vel í stúkuna í sumar og hvetja Aftureldingu. Liverpoolskólinn er næsta stórverkefni knattspyrnudeilar en skólinn verður hér á …

Hreyfivika 23. – 29. maí

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Við viljum hvetja alla til að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ þann 23. – 29. maí n.k.  Um er að ræða hvatningu til almennings um mikilvægi hreyfingar um alla Evrópu, átak sem fleiri og fleiri taka þátt í. Afturelding tekur aftur þátt í átakinu og bjóða frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild börnum að koma á æfingar í hreyfivikunni án endurgjalds. Sjá æfingatöflur …

Úrslitakeppnin í handboltanum – mikilvægur leikur!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á morgun laugardag er mikilvægur leikur að Varmá fyrir okkar menn en þá ræðst hvort áframhald verður á þátttöku í úrslitakeppni þeirra bestu í handboltanum í ár. Stöndum saman mætum öll í stúkuna okkar.  Leikurinn hefst kl. 17.00 – mætum tímanlega. Áfram Afturelding!

Fullkomið hjá Aftureldingu!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Meistaraflokkur kvenna varð í gær Íslandsmeistari eftir hörku viðureign við HK í úrslitakeppninni í blaki. Kláruðu því stelpurnar úrslitakeppnina í þrem viðureignum sem sýnir styrkleika þeirra. Allir þrír titlarnir komu því í Mosfellsbæinn í ár, Deildarmeistarar, Bikarmeistarar og Íslandsmeistarar. Því má með sanni segja að veturinn sé fullkominn hjá meistaraflokki kvenna í ár. Innilega til hamingju stúlkur og stjórn blakdeildar. ij

Úrslitaleikur á útivelli í kvöld!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

HK – Afturelding í Fagralundi þriðjudag 26.apríl kl 19:15. Fjölmennum og hvetjum stelpurnar okkar. Með sigri í kvöld hjá Aftureldingu fer bikar á loft í kvöld!  Áfram Afturelding

Íþróttaskóli barnanna – Ath.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Íþróttaskólinn verður næsta laugardag 23. apríl í innilauginni í Lágafelli. Báðir hópar verða frá kl. 10:15-11:15 Þetta tilkynnist hér með. Svava og strumparnir.