Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram í gær í Kórnum í Kópavogi en fjölmörg ungmenna- og íþróttafélög í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós heyra undir sambandið. Á ársþinginu fór meðal annars fram afhending viðurkenninga til íþróttafólks innan félagsins sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári. Kvennalið Aftureldingar í blaki hlaut þann heiður að vera útnefnt lið ársins …
Einar Andri gerir nýjan samning við Aftureldingu
– Fjórir lykilmenn semja til ársins 2020 –
Meistaraflokksráð Aftureldingar karla í handbolta og Einar Andri Einarsson, þjálfari liðsins, hafa gert með sér nýjan samning um að Einar Andri þjálfi lið Aftureldingar næstu þrjú árin. Fyrri samningur Einars Andra rennur út í vor en hann hefur þjálfað liðið með mjög góðum árangri síðustu þrjú keppnistímabil.
Vinningar í Happdrætti Þorrablóts Aftureldingar
Þorrablót Aftureldingar 2017 heppnaðist gríðarlega vel og er óhætt að segja að að sjaldan hafi verið eins góð stemmning á blótinu og nú í ár. Að venju fór fram happdrætti og er skemmst frá því að segja að aldrei hafa jafnmargir tekið þátt í happdrættinu og í ár. Efstu þrír vinningarnir voru dregnir út á Þorrablótinu á laugardag og í …
Afturelding og FRAM tefla fram sameiginlegu kvennaliði
Knattspyrnudeild Aftureldingar og knattspyrnudeild FRAM hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna til keppni á komandi keppnistímabili.Viðræður um málið hafa staðið yfir um skeið en þessi tvö félög hafa átt í farsælu samstarfi með yngri flokka kvenna á síðustu árum. Samningurinn er til þriggja ára, nær yfir næstu þrjú keppnistímabil í fótbolta þannig félögin eru að …
Árni Bragi og Thelma Dögg íþróttafólk Aftureldingar
Árni Bragi Eyjólfsson handknattleiksmaður og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona voru valin íþróttafólk Aftureldingar á uppskeruhátíð félagsins sem fram fór í Hlégarði þann 2. janúar síðastliðinn. Árni Bragi er harðduglegur í þróttamaður, öflugur og þroskaður leikmaður og spilar stórt hlutverk í liði mfl. karla hjá Aftureldingu. Hann er 22 ára gamall og átti stóran þátt í frábærum árangri Aftureldingar í Olídeildinni …
Gleðileg jól!
Ungmennafélagið Afturelding þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða og óskar öllu því frábæra fólki sem vinnur fyrir félagið og iðkendum þess gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Jón Júlíus ráðinn framkvæmdarstjóri UMFA
Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar og var hann valinn úr hópi 22 umsækjenda. Jón Júlíus er 29 ára gamall og ólst upp í Grindavík. Hann hefur undanfarin ár starfað sem markaðs- og skrifstofustjóri Golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Jón Júlíus er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Jón …
Skrifstofan lokuð 27.desember
Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð 27. desember nk. Opnunartími milli jóla og nýárs er því 28. – 30. desember milli kl 13-16. Jólakveðja, Kjartan Þór Framkvæmdastjóri
Samningur við Erindi
Erindi – samtök um samskipti og skólamál og Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ hafa gert með sér samstarfssamning þess efnis að Erindi veiti félaginu fræðslu um samskiptamál barna og unglinga og mögulegan samskiptavanda sem upp getur komið. Stjórn Aftureldingar ákvað að leggja áherslu á góð samskipti og líðan barna og unglinga í öllu starfi félagsins. Með samningnum markar Afturelding sér skýra …
Opnunartími Sportbúðar Errea
Sportbúð Errea: Opnunartími 1.-23. desember kl. 10-18 alla virka daga Laugardaginn 10. des. kl. 11-14 Laugardaginn 17. des. kl. 11-14