Íþróttastarf Aftureldingar fellur niður vegna veðurs – 10. desember

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Afturelding og Mosfellsbær hafa ákveðið að fella niður allt íþróttastarf eftir kl. 14.00 á morgun, þriðjudaginn 10. desember. Spáð er aftakaveðri í Mosfellsbæ síðdegis á morgun og hvetjum við alla til að halda sig heima síðdegis á morgun.

Íþróttamiðstöðin að Varmá og í Lágafelli loka kl. 14.00 á morgun og fellur akstur frístundabíls alveg niður. Foreldrar eru hvattir til að sækja börn í skóla Mosfellsbæjar fyrir kl. 15.00.

Íþróttastarf Aftureldingar verður með venjubundnum hætti á nýjan leik á miðvikudag.

Við hvetjum alla til að fara varlega á morgun og vera ekki á ferli að óþörfu síðdegis.

Kær kveðja,
Skrifstofa Aftureldingar

Frétt uppfærð kl. 23.30 þann 9. desember