Afturelding gefur iðkendum endurskinsmerki

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding mun gefa öllum iðkendum sínum á aldrinum 6-16 ára ný og glæsileg endurskinsmerki. Með þessu vill félagið efla sýnileika og öryggi iðkenda sinna á meðan skammdegið er sem mest.

Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar, er í forsvari fyrir verkefnið. Hún er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist en endurskinsmerkjunum verður dreift til iðkenda innan félagsins á næstu dögum.

„Þetta er stórt öryggisatriði og við erum afar ánægð með að hafa farið af stað í þetta verkefni. Við leituðum til fyrirtækja í Mosfellsbæ eftir stuðningi við verkefnið og með þeirra hjálp létum við framleiða 1100 endurskinsmerki sem munu rata á unga Mosfellinga á næstu dögum,“ segir Guðrún Kristín.

Endurskinsmerkjunum verður dreift til iðkenda í Aftureldingu á næstu dögum og mun hver og ein íþróttadeild sjá um að dreifa merkjunum til iðkenda sinna. Fyrir aðra en iðkendur Aftureldingar þá verður þetta glæsilega Aftureldingar-endurskinsmerki til sölu gegn hóflegri þóknun í afgreiðslu íþróttahússins að Varmá.

Þau fyrirtæki sem styðja við endurskinsmerki Aftureldingar eru:
Á Óskarsson
Ístex
Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mosfellsbær
Ísfugl
Reykjabúið
Fagverk verktakar
Ístak
Matfugl
Mosraf nanotækni
Vélsmiðja Sveins
Apótek Mos
Blómabúðin
Fiskbúðin
Mosfellingur