Íþróttaskóli barnanna laugardögum.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Um er að ræða 12 vikna námskeið, á laugardagsmorgnum og líkur því laugard. 29. mars. Leiðbeinandi er sem fyrr Svava Ýr. Staðsetning: Íþróttamiðstöðin að Varmá Tímasetningar eru eftirfarandi: 3ja ára (börn fædd 2010) kl. 09:15 – 10:15 4ra ára (börn fædd 2009) kl. 10:15 – 11:15 5 ára (börn fædd 2008) kl 11:15 – 12:15 Skráning: Hægt er að skrá barnið á ithrottaskolinn@gmail.com. Upplýsingar sem verða að koma fram eru: nafn barns, fæðingarár barns, nafn foráðamanns og sími(gsm). Kostnaður: Námskeiðið kostar kr. 7.000 og skal námskeiðsgjald vera greitt fyrir fyrsta tíma. Veittur er systkinaafsláttur sem er 2.000 krónur fyrir eitt systkin (gjaldið er kr. 5000) en frítt er fyrir þriðja barn. Hægt er að greiða inn á reikning 0315-13-1086, kennitala 1310653619. Mjög nauðsynlegt er að setja nafn barns og kennitölu sem skýringu og senda kvittun á ithrottaskolinn@gmail.com. Ef greitt er í heimabanka skal setja kennitölu barns í reit „ef greitt er fyrir þriðja aðilla“ Börnin mæta í þægilegum fatnaði og skólaus. Foreldrar taka virkan þátt í tímunum, aðstoða barnið og leika við það sem er kærkomin og notarleg stund. Nánari upplýsingar á heimasíðu Aftureldingar, afturelding.is, í síma 772-9406 eða sendið fyrirspurn á ithrottaskolinn@gmail.com. Upplýsingar má einnig finna á facebook „Íþróttaskóli barnanna Afturelding“