Sigurgeir og Telma Rut íþróttamenn Aftureldingar.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Viðurkenningar deilda hlutu sem hér segir: Badmintondeild: Guðmundur Ágúst Thoroddsen og Arna Karen Jóhannsdóttir. Fimleikadeild: Sigurður Jóel Sigurðsson Wiium og Sveinbjörg Lilja Guðrúnardóttir. Frjálsíþróttadeild: Sigurgeir Thoroddsen og Sandra Eriksdóttir. Handknattleiksdeild: Böðvar Ásgeirsson og Rakel Kristín Jónsdóttir. Karatedeild: Telma Rut Frímannsdóttir. Knattspyrnudeild: Halldóra Þóra Birgisdóttir og Snorri Helgason og frá Sunddeild: Stefán Orri Ragnarsson og Aðalbjörg Egilsdóttir.
Íþróttakarl Aftureldingar var svo valinn Sigurgeir Thoroddseen frjálsíþróttamaður og Telma Rut Frímannsdóttir karatekona hlaut nafnbótina Íþróttakona Aftureldingar.
Vinnuþjarkur félagsins var valin Andrea M. Jónsdóttir formaður karatedeildar, starfsbikar UMFÍ fékk blakdeild, hópbikar UMSK fékk meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu og UMFUS bikarinn, bjartasta vonin fékk 2.flokkur karla í knattspyrnu.
Afturelding óskar öllum þessum framúrskarandi íþróttamönnum til hamingju og þakkar öllum iðkendum félagins og velunnurum þess fyrir liðið starfsár. Áfram Afturelding !