Luz Medina gerir tveggja ára samning

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Luz Medina kom til kvennaliðs Aftureldingar í janúar s.l. frá KA. Luz náði að spila nokkra leiki með kvennaliði Aftureldingar áður en Covid lokaði leiktíðinni. Nú hefur Luz gert 2ja ára samning við Aftureldingu og er sest að í Mosfellsbæ. Luz er frábær uppspilari  og mikil og góð viðbót við okkar flotta kvennalið sem auk þess getur kennt okkar yngri …

Haustönn 2020

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Þá eru skráningar hafnar fyrir haustönn 2020. Starfið hefst í þessari viku, en það fer örlítið eftir deildum og flokkum hvenær fyrsta æfing er. Öll skráning fer fram í gegnum Nóra. Einungis er hægt að nota rafræn skilríki og því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu þegar kemur að því að nýta frístundaávísun iðkanda. Smellið HÉR til að skrá iðkanda. …

Áskoranir haustsins!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Haustið er fram undan með fullt af nýjum áskorunum. „Þetta verður eitthvað,“ hugsaði ég um daginn, en nýjar áskoranir eru spennandi og þær eru sannarlega til staðar hjá okkur í Aftureldingu þessa dagana. Auðvitað hef ég þungar áhyggjur af stöðunni, hún er grafalvarleg fjárhagslega hjá okkur, en félags- og mannauðurinn okkar hefur sýnt það undanfarið að við förum létt með …

Úthlutun sjóða – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur, en sú fyrri fór fram í janúar á þessu ári.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til …

Frestun á Liverpoolskólanum í ágúst 2020

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Frá stjórn Liverpoolskólans á Íslandi Við þurfum því miður að fresta Liverpoolskólanum til 2021. Ástæðan er Covid 19. Skimunarreglur fyrir þá sem koma til landsins – og myndu vera í nánum tengslum við okkur sem búum hér – skipta hér miklu máli. Sömuleiðis aðstæður í Bretlandi vegna Covid 19, smit í fótboltaheiminum á Íslandi og afleiðingar þess, aðstæður í flugheiminum …

Sumarlokun skrifstofu Aftureldingar 13.-27. júlí

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skrifstofa Aftureldingar lokar vegna sumarleyfa í tvær vikur, frá og með mánudeginum 13. júlí og opnum aftur mánudaginn 27. júlí. Njótið sumarsins og sjáumst aftur í lok júlí  

Lengjudeild kvenna

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Fótboltinn er farinn að rúlla aftur. Stelpurnar okkar taka á móti Víkingum í kvöld, föstudaginn 26. júní, kl 19.15. Hamborgarar á grillinu og kaffið rjúkandi heitt. Allir á völlinn !

Unglingalandsmót UMFÍ 2020

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 dagana 31. júlí – 2. ágúst. Mótið er haldið í samstarfi við HSK og Sveitarfélagið Árborg. Mótið hefur sannað gildi sitt sem glæsileg vímuefnalaus fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman kemur fjöldi barna og ungmenna með fjölskyldum sínum. Mótið er fyrir 11-18 ára börn og ungmenni sem reyna fyrir sér í …

Domino’s styður við Aftureldingu!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á tímabilinu 22. – 28. júní fá allir stuðningsmenn Aftureldingar 20% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með því að nota kóðann AFTURELDING þegar pantað er á vef/appi 🍕 Þar að auki mun 👉 Domino’s láta 20% af öllum pöntunum með kóðanum renna beint til Aftureldingar 👈   Við hvetjum okkar fólk til að panta! Margt smátt gerir eitt stórt! …