Formannafundur Aftureldingar fór fram í kvöld, 10. mars 2020. Á fundinum var umræða um þá stöðu sem komin er upp vegna COVID-19 kórónuveirunnar. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: Afturelding fylgir tilmælum frá ÍSÍ og sérsambanda þegar kemur að mótahaldi og þátttöku í mótum. Í tilefni af útbreiðslu af COVID-19 hefur Afturelding ákveðið að hætta við þátttöku í mótum sem …
FINAL 4 UM HELGINA – AFTURELDING MEÐ BÆÐI LIÐIN SÍN ÞAR
Um komandi helgi fer fram FINAL 4 helgin í Digranesi. Afturelding er með bæði karla-og kvennliðin sín þar. Vonandi sjáum við sem flesta í Aftureldingarbolunum sínum á pöllunum styðjandi okkar lið áfram. Stelpurnar spila við Þrótt R á föstudaginn kl 17:30 Strákarnir spila við Þrótt Nes á laugardaginn kl 15:30 ♥ ÁFRMA AFTURELDING- ALLA LEIÐ ♥
Fyrirhugað verkfall BSRB og starf Aftureldingar – AFLÝST!
Uppfært 9. mars kl 9.20 Kjarasamningur var undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB rétt fyrir miðnætti í kvöld hjá ríkissáttasemjara. Verkfalli félaganna gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur því verið aflýst. Öll starfsemi að Lágafelli og Varmá verður því með eðlilegu sniði. Foreldrar, forráðamenn og iðkendur vinsamlegast athugið. Fyrirhugað verkfall BSRB næstkomandi mánudag og þriðjudag nær til starfsmanna …
Ráðleggingar sóttvarnarlæknis vegna kórónaveirunnar
Afturelding vill vekja athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna og hvetur félagsmenn að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir félagsmenn sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis. ÍSÍ bendir sambandsaðilum sínum á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar hafi aðilar verið á …
Afturelding auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri starfar í umboði aðalstjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Starfið felur í sér samstarf við félagsmenn, styrktaraðila, starfsfólk Mosfellsbæjar, annarra íþróttafélaga og hagsmunasamtaka þeirra. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga sem hefur áhuga á íþróttastarfi og er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. Starfssvið Ábyrgð …
Aðalfundur Aftureldingar 2020
Aðalfundur Aftureldingar fer fram í Hlégarði, fimmtudaginn 16. apríl. Fundurinn hefst kl. 18.00 og verður boðið upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. Dagskrá aðalfundar 2020 Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársskýrsla formanns Ársreikningur 2019 Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2020 Lagabreytingar Heiðursviðurkenningar Kosningar: Kosning formanns Kosning tveggja stjórnarmanna og eins varamanns Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda …
Happdrætti þorrablóts Aftureldingar 2020
Þrír fyrstu vinningarnir voru dregnir út á þorrablótinu. Fyrsti vinningur var afhentur á þorrablóti, aðra vinninga má nálgast á skrifstofu Aftureldingar frá 27. janúar til 7. febrúar, gegn framvísun vinningsnúmers. Vinningsnúmer Vinningar 1 Icelandair – Gjafabréf kr. 100.000 2997 2 Fh. Reykjavík Helicopter ehf. Reykjavík City tour fyrir 2 1276 3 Hótel Glymur gisting fyrir tvo með morgunverði og kvöldmat …
Umsóknarfrestur í Minningarsjóð til 20. febrúar
Afturelding heldur utan um Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrk til keppnisferða eða þjálfunarferða. Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið. Úthlutað er úr sjóðnum í mars og október á ári hverju. Nú líður að fyrri úthlutun ársins 2020 og …
Forsala á dansleikinn á Þorrablóti Aftureldingar
Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 25. janúar næstkomandi í íþróttahúsinu að Varmá. Í ár verður hægt að kaupa miða í forsölu á dansleikinn sem hefst kl. 23.30. Miðaverð í forsölu: 2.500 kr. Miðaverð við hurð: 3.000 kr. Forsölu á dansleikinn lýkur á miðnætti föstudaginn 24. janúar. Keyptu miða í forsölu hér! Miðasala á Þorrablótið í heild sinni hefst föstudaginn 17. …