Þóra María og Þórður Jökull eru íþróttafólk Aftureldingar 2019

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Uppskeruhátíð Aftureldingar fyrir árið 2019 fór fram í Hlégarði í kvöld, 27. desember. Veittar voru fjölmargar viðurkenningar og íþróttafólk Aftureldingar útnefnt. Þóra María Sigurjónsdóttir, handbolti og Þórður Jökull Henrysson voru útnefnd íþróttafólk Aftureldingar fyrir árið 2019. Bæði áttu þau frábært ár í sínum íþróttagreinum. Þóra María Sigurjónsdóttir, handbolti: Þóra María var valin best og besti varnarmaður í Grill66 deildinni tímabilið …

Íþróttafólk Aftureldingar valið í kvöld

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Afturelding mun útnefna íþróttafólk félagsins fyrir árið 2019 á árlegri uppskeruhátíð sem fram fer í Hlégarði í kvöld. Viðburðurinn hefst kl. 18.00. Veittar verða viðurkenningar fyrir íþróttakarl og konuársins 2019 ásamt vinnuþjark félagsins, Starfsbikar UMFÍ og hópbikar UMSK Léttar veitingar verða á boðstólnum og mikil gleði. Við hvetjum alla iðkendur, foreldra, þjálfara og aðra Mosfellinga til að koma og gleðjast með …

Jólakveðja frá Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding óskar félagsmönnum, Mosfellingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða og förum full tilhlökkunar inn í nýtt íþróttaár. Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð á Þorláksmessu, 23. desember næstkomandi. Við vekjum athygli á því að skráning á vorönn fer af stað strax eftir áramót og …

Pistill formanns Aftureldingar: Íþróttaárið 2019

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Enn líður að jólum og komið að því að gera upp árið. Árið 2019 hefur verið lifandi og skemmtilegt hjá Aftureldingu, en það eru orð að sönnu að það er aldrei dauð stund í lífinu þegar kemur að því að hlúa að og halda utan um þetta flotta félag sem við erum. Stór skref hafa verið tekin í aðstöðumálum á …

Íþróttastarf Aftureldingar fellur niður vegna veðurs – 10. desember

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Afturelding og Mosfellsbær hafa ákveðið að fella niður allt íþróttastarf eftir kl. 14.00 á morgun, þriðjudaginn 10. desember. Spáð er aftakaveðri í Mosfellsbæ síðdegis á morgun og hvetjum við alla til að halda sig heima síðdegis á morgun. Íþróttamiðstöðin að Varmá og í Lágafelli loka kl. 14.00 á morgun og fellur akstur frístundabíls alveg niður. Foreldrar eru hvattir til að sækja …

Íþróttafólk Aftureldingar valið 27. desember 2019

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þann 27. desember næstkomandi ætlum við að hittast í Hlégarði og gera íþróttaárið upp. Veittar verða viðurkenningar fyrir íþróttamann ársins 2019 ásamt vinnuþjark félagsins, Starfsbikar UMFÍ og hópbikar UMSK Léttar veitingar verða á boðstólnum og mikil gleði. Við hvetjum alla iðkendur, foreldra, þjálfara og aðra Mosfellinga til að koma og gleðjast með íþróttafólkinu okkar. Þau Andri Freyr Jónasson úr knattspyrnudeild Aftureldingar …

Hugleiðingar fomanns: Hvernig virkjum við Aftureldingarhjartað!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Hvað er betra en að tilheyra góðum hóp eins og Aftureldingu, vera uppalinn í félaginu, vera fyrirmynd fyrir yngri iðkendur og finna það alls staðar í samfélaginu þegar vel gengur. Ég hitti nokkra menn mér fróðari í þessum málum á fótboltavellinum á dögunum og við fórum að ræða saman um það af hverju ungu leikmennirnir okkar yfirgefa okkur eins og …

Fjölnota knatthús vígt að Varmá þann 9. nóvember

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Frjálsar, Knattspyrna

Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 14 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. Boðið verður upp á knattspyrnu- …

Starfsdagur Aftureldingar fer fram í dag

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Árlegur starfsdagur þjálfara Aftureldingar verður haldinn í Lágafellskóla þann 10. október. Athugið að allar æfingar eftir 18.00 falla niður og við gerum ráð fyrir því að allir þjálfarar mæti. Stjórnarfólk og áhugafólk um íþróttir er velkomið líka! Eins og undanfarin ár þá komum við öll saman, hlustum á fyrirlestra, fræðslu og skemmtun í eina kvöldstund. Starfsdagurinn hefst kl 18.00-21.00 vinsamlegast …

Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Opið er fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrk til keppnisferða eða þjálfunarferða. Opið er fyrir umsóknir inn á heimasíðu Aftureldingar. Umsóknarfrestur fyrir úthlutun haustsins er til 31. október. Úthlutað verður úr sjónum í nóvember. Farið er með …