Haustönn 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þá eru skráningar hafnar fyrir haustönn 2020.
Starfið hefst í þessari viku, en það fer örlítið eftir deildum og flokkum hvenær fyrsta æfing er.

Öll skráning fer fram í gegnum Nóra. Einungis er hægt að nota rafræn skilríki og því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu þegar kemur að því að nýta frístundaávísun iðkanda. Smellið HÉR til að skrá iðkanda. Ef upp koma vandamál við að að nýta frístundaávísun hafið samband við Hönnu Björk íþróttafulltrúa, hannabjork@afturelding.is 

Við erum að setja upp önnina í Sideline og það gæti tekið nokkra daga fyrir þjálfara og skrifstofu að gera appið nothæft. Það væri gott ef forráðamenn myndu kynna sér appið HÉR. Sideline sport hjálpar forráðamönnum m.a annars að hafa yfirsýn yfir æfingar barnanna sinna. Til þess að fá iðkanda upp í appinu þarf að vera búið að skrá viðkomandi í réttan flokk í Nóra.

Tímatöflur og verðskrá má finna hér á heimasíðunni á svæði deildanna.

Ath. að nýtt tímabil hjá knattspyrnudeildinni hefst þann 15 september, tímatöflur eru í vinnslu. Þær verða birtar um leið og þær berast.