Hugleiðingar fomanns: Hvernig virkjum við Aftureldingarhjartað!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Hvað er betra en að tilheyra góðum hóp eins og Aftureldingu, vera uppalinn í félaginu, vera fyrirmynd fyrir yngri iðkendur og finna það alls staðar í samfélaginu þegar vel gengur. Ég hitti nokkra menn mér fróðari í þessum málum á fótboltavellinum á dögunum og við fórum að ræða saman um það af hverju ungu leikmennirnir okkar yfirgefa okkur eins og …

Fjölnota knatthús vígt að Varmá þann 9. nóvember

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Frjálsar, Knattspyrna

Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 14 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. Boðið verður upp á knattspyrnu- …

Starfsdagur Aftureldingar fer fram í dag

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Árlegur starfsdagur þjálfara Aftureldingar verður haldinn í Lágafellskóla þann 10. október. Athugið að allar æfingar eftir 18.00 falla niður og við gerum ráð fyrir því að allir þjálfarar mæti. Stjórnarfólk og áhugafólk um íþróttir er velkomið líka! Eins og undanfarin ár þá komum við öll saman, hlustum á fyrirlestra, fræðslu og skemmtun í eina kvöldstund. Starfsdagurinn hefst kl 18.00-21.00 vinsamlegast …

Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Opið er fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrk til keppnisferða eða þjálfunarferða. Opið er fyrir umsóknir inn á heimasíðu Aftureldingar. Umsóknarfrestur fyrir úthlutun haustsins er til 31. október. Úthlutað verður úr sjónum í nóvember. Farið er með …

Afturelding gerir samstarfssamning við Sideline Sports

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding og Sideline Sports hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning um notkun Aftureldingar á hugbúnaði frá Sideline Sports. Fyrirtækið hefur um árabil boðið íþróttafélögum um allan heim upp á hugbúnað sem nýtist vel við skipulagningu á íþróttastarfi og til leikgreiningar. Nýr samningur á milli Aftureldingar og Sideline Sports gerir öllum þjálfurum Aftureldingar kleift að vinna með Sideline í …

Vetrarstarf Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Æfingatöflur haustannar 2019 eru tilbúnar og búið er að opna fyrir skráningar. Smelltu hér til að skrá iðkanda. Forráðamenn eru beðnir um að passa að fara yfir og hafa allar upplýsingar inni í skráningakerfinu réttar. Nóra er skráningakerfi sem einnig aðstoðar okkur að ná í foreldra og forráðamenn fljótt og örugglega ef þarf, mikilvægt er því að hafa rétt símanúmer …

Dagskrá Aftureldingar í bæjarhátíðinni – Í Túninu heima

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 30. ágúst – 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Afturelding tekur virkan þátt í bæjarhátíðinni eins og undanfarin ár. Afturelding þjófstartar bæjarhátíðinni í dag með því …

Nýtt gólf að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Í vikunni fer fram lokafrágangur á nýju gólfi sem lagt hefur verið í stærri íþróttasalinn að Varmá. Gólfið verður tekið í notkun núna um helgina. Lagt var gegnheilt parket frá Agli Árnasyni sem lítur ákaflega vel út og erum við hjá Aftureldingu mjög spennt að hefja æfingar og keppni á nýju gólfi sem verður bylting fyrir okkar íþróttastarf. Stúkan að …

Perlað með krafti og Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Í tilefni af Bæjarhátíð Mosfellbæjar leggur Kraftur leið sína í Mosfellsbæinn og perlar með Aftureldingu og Mosfellingum þriðjudaginn 27. ágúst frá kl. 17-20 í Hlégarði Með því að taka þátt í viðburðinum eru þið að hjálpa okkur að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þess þar sem armböndin eru seld til styrkar félaginu. …

Skrifstofa Aftureldingar lokuð vegna sumarfría

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð frá og með deginum þar sem starfsmenn skrifstofu eru í sumarfríi. Skrifstofan verður lokuð frá 8. júlí en verður opnuð á ný mánudaginn 22. júlí. Búast má við að þjónustustig af hálfu starfsmanna skrifstofu verði lítið á þessu tímabili. Njótið sumarsins! Kær kveðja, Starfsfólk Aftureldingar