Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 30. ágúst – 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Afturelding tekur virkan þátt í bæjarhátíðinni eins og undanfarin ár. Afturelding þjófstartar bæjarhátíðinni í dag með því …
Nýtt gólf að Varmá
Í vikunni fer fram lokafrágangur á nýju gólfi sem lagt hefur verið í stærri íþróttasalinn að Varmá. Gólfið verður tekið í notkun núna um helgina. Lagt var gegnheilt parket frá Agli Árnasyni sem lítur ákaflega vel út og erum við hjá Aftureldingu mjög spennt að hefja æfingar og keppni á nýju gólfi sem verður bylting fyrir okkar íþróttastarf. Stúkan að …
Perlað með krafti og Aftureldingu
Í tilefni af Bæjarhátíð Mosfellbæjar leggur Kraftur leið sína í Mosfellsbæinn og perlar með Aftureldingu og Mosfellingum þriðjudaginn 27. ágúst frá kl. 17-20 í Hlégarði Með því að taka þátt í viðburðinum eru þið að hjálpa okkur að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þess þar sem armböndin eru seld til styrkar félaginu. …
Skrifstofa Aftureldingar lokuð vegna sumarfría
Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð frá og með deginum þar sem starfsmenn skrifstofu eru í sumarfríi. Skrifstofan verður lokuð frá 8. júlí en verður opnuð á ný mánudaginn 22. júlí. Búast má við að þjónustustig af hálfu starfsmanna skrifstofu verði lítið á þessu tímabili. Njótið sumarsins! Kær kveðja, Starfsfólk Aftureldingar
Pistill formanns: Jafnrétti í íþróttum
Það sem veðrið er ekki búið að leika við okkur hérna megin landsins í byrjun sumars, þetta er bara dásamlegt. Við fjölskyldan erum til dæmis búin að fara á tvö stór fótboltamót í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki varla rignt, þetta gerir allt svo miklu betra og auðveldara. Ég er mjög upprifin yfir þessum fótboltaferðum, það er fyrir það fyrsta svo …
Álafosshlaupið
Miðvikudaginn 12. júní n.k. verður hið árlega Álafosshlaup. Skráning er hafin á www.hlaup.is Brautin í ár er lítillega breytt frá fyrri árum. Við byrjum við íþróttavöllinn við Varmá og endum þar líka. Mosfellsbær býður öllum þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Mosfellsbakarí er aðalstyrktaraðili hlaupsins í ár og við færum þeim kærar þakkir fyrir. Nánari upplýsingar og skráning er á …
Svava nýr fjármálafulltrúi Aftureldingar
Nýverið hóf Svava Sigurðardóttir störf hjá Aftureldingu í stöðu fjármálafulltrúa. Svava kemur inn í nýtt 100% stöðugildi hjá félaginu en hún sinnir einkum fjármálaverkefnum hjá Aftureldingu og bókhaldi. Svava er uppalin í Keflavík en er búsett í Reykjavík. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjármála og bókhaldsvinnu og starfaði áður hjá Wow Air áður en hún kom til starfa hjá Aftureldingu. …
Umsóknarfrestur í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu rennur út 10. júní
Fyrri úthlutun ársins 2019 úr Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur fer fram í júní. Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutun er til 10. júní. Hægt er að sækja um í sjóðinn með rafrænum hætti með því að smella hér. Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans: grein – Tilgangur og hlutverk Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, …
Birna Kristín endurkjörin formaður Aftureldingar
Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram þann 30. apríl næstkomandi. Birna Kristín Jónsdóttir var endurkjörin formaður félagsins en hún tók við formennsku í félaginu vorið 2019. Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins. Erla Edvardsdóttir kemur inn í stjórn félagsins í stað Hauks Skúlasonar sem fer úr aðalstjórn. Geirarður Long og Gunnar Skúli Guðjónsson voru endurkjörnir í stjórn. Reikningar félagsins voru samþykktir á …
Rafræn ársskýrsla Aftureldingar 2018
Afturelding hefur gefið út ársskýrslu sína fyrir starfsárið 2018. Að þessu sinni var ákveðið að hafa skýrsluna rafræna en með því teljum við okkur koma betur til skila því umfangsmikla starfi sem unnið var í félaginu á síðasta starfsári. 2018.afturelding.is Sjá má skýrslur frá öllum deildum félagsins og alla ársreikninga deilda og ráða. Einnig er að finna iðkendatölur hjá öllum …