Spáð er vonskuveðri seinni partinn í dag. Af þeim sökum hefur knattspyrnudeild ákveðið að fella niður æfingar í dag. Jafnframt verður felld niður æfing í 5. flokki í blaki sem hefjast átti kl. 16.30. Við viljum biðja forráðamenn um að fylgja börnum helst alla leið inn í íþróttahús ef kostur er. Aðrar æfingar fara fram samkvæmt tímatöflu deilda Aftureldingar.
5. desember – Dagur sjálfboðaliðans
Árlega er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um heim allan. „Íþróttahreyfingin á Íslandi er rík af sjálfboðaliðum sem bera uppi starf hreyfingarinnar og sinna mikilvægum verkefnum öllum stundum til að íþróttalífið megi blómstra og dafna í landinu. Án þeirra væri engin íþróttahreyfing.“ Við í Aftureldingu erum þar ekki undanskilin. Með okkur starfar stór hópur af frábæru fólki sem vinnur óeigingjarnt og …
Djordje Panic til liðs við Aftureldingu
Kantmaðurinn Djordje Panic hefur gengið til liðs við Aftureldingu fyrir keppni í Inkasso-deildinni næsta sumar. Djordje er 19 ára gamall en hann á að baki leiki með U17 ára liði Íslands. Djordje kemur til Aftureldingar frá KR þar sem hann var lykilmaður í 2. flokki á síðasta tímabili. Djordje spilaði í yngri flokkum Fjölnis áður en hann gekk til liðs við stórlið …
2.flokkur kvk í beinni á haustmóti
Stelpurnar okkar í 2.flokk eru að keppa á Haustmóti í Teamgym endilega fylgist með þeim!
Nýr samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar
Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá. Markmið samstarfshópsins er að vera formlegur vettvangur til samráðs hvað varðar aðkomu, uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá, á íþróttavöllum að Varmá og á Tungubökkum. Meginverkefni hópsins verður að setja fram tillögur um …
Framkvæmdir á íþróttasvæði
Framkvæmdir eru hafnar á knatthúsi að Varmá. Af þeim sökum er búið að girða af svæðið fyrir neðan íþróttahús og í áttina að vallarhúsi. Þetta þrengir aðkomuleið að gervisgrasvelli. Eins og smá má á eftirfarandi skýringamynd eru gönguleiðir að vellinum eftirfarandi (rauðmerktar) Aðeins er hægt að ganga inn á gervigrasvellinum nær Vesturlandsvegi vegna framkvæmda. Hægt er að stytta gönguleiðir iðkenda …
Tilboðsdagar á Aftureldingarvörum frá JAKO
Búningaframleiðandinn okkar JAKO mætir í heimsókn til okkar í íþróttamiðstöðina að Varmá í vikunni 6. og 7. nóvember og verða tilboðsdagar á fatnaði frá JAKO. Þetta er því frábært tækifæri til að næla sér í Aftureldingarfatnað á frábæru verði. Hægt verður að máta og panta fatnað milli kl. 16-19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Allur fatnaður verður svo tilbúinn og merktur …
Samstarfssamningur við Mosfellsbæ undirritaður
Á fundi bæjarráðs þann 11. október var bæjarstjóra heimilað að undirrita samstarfssamning Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar vegna áranna 2018-2022. Meginmarkmið samningsaðila er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf í Mosfellsbæ, bjóða börnum og unglingum upp á skipulagt íþróttastarf og hlúa að keppnis- og afreksíþróttafólki. Skrifað var undir samninginn á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar þann 15. október. „Það er mjög mikilvægt að nú liggi …
Kvennakvöldi Aftureldingar frestað
Kvennakvöldi Aftureldingar, sem fara átti fram laugardaginn 27. október næstkomandi, hefur verið frestað í óákveðinn tíma. Því miður var miðasalan ekki í takt við það sem stefnt var að. Kvennanefnd Aftureldingar er hins vegar ekki af baki dottin og mun reyna aftur síðar í vetur. Ný tímasetning á Kvennakvöldi Aftureldingar verður tilkynnt síðar. Þeir aðilar sem hafa nú þegar keypt …
Formannspistill: „Forvarnargildi íþróttastarfs ótvírætt“
Veturinn fer gríðarlega vel af stað hjá okkur í Aftureldingu og gaman að fylgjast með okkar öfluga fólki koma öllu í stand. Það eru ansi mörg handtök við að koma starfinu af stað í íþróttafélagi eins og okkar með 11 deildir starfandi. Raða saman stundaskrá svo að allir séu sáttir, manna allar þjálfarastöður fyrir 1.500 iðkendur en það eru ca. …