Nýr samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá. Markmið samstarfshópsins er að vera formlegur vettvangur til samráðs hvað varðar aðkomu, uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá, á íþróttavöllum að Varmá og á Tungubökkum. Meginverkefni hópsins verður að setja fram tillögur um …

Framkvæmdir á íþróttasvæði

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Framkvæmdir eru hafnar á knatthúsi að Varmá. Af þeim sökum er búið að girða af svæðið fyrir neðan íþróttahús og í áttina að vallarhúsi. Þetta þrengir aðkomuleið að gervisgrasvelli. Eins og smá má á eftirfarandi skýringamynd eru gönguleiðir að vellinum eftirfarandi (rauðmerktar) Aðeins er hægt að ganga inn á gervigrasvellinum nær Vesturlandsvegi vegna framkvæmda. Hægt er að stytta gönguleiðir iðkenda …

Tilboðsdagar á Aftureldingarvörum frá JAKO

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Búningaframleiðandinn okkar JAKO mætir í heimsókn til okkar í íþróttamiðstöðina að Varmá í vikunni 6. og 7. nóvember og verða tilboðsdagar á fatnaði frá JAKO. Þetta er því frábært tækifæri til að næla sér í Aftureldingarfatnað á frábæru verði. Hægt verður að máta og panta fatnað milli kl. 16-19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Allur fatnaður verður svo tilbúinn og merktur …

Samstarfssamningur við Mosfellsbæ undirritaður

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á fundi bæjarráðs þann 11. október var bæjarstjóra heimilað að undirrita samstarfssamning Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar vegna áranna 2018-2022. Meginmarkmið samningsaðila er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf í Mosfellsbæ, bjóða börnum og unglingum upp á skipulagt íþróttastarf og hlúa að keppnis- og afreksíþróttafólki. Skrifað var undir samninginn á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar þann 15. október. „Það er mjög mikilvægt að nú liggi …

Kvennakvöldi Aftureldingar frestað

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Kvennakvöldi Aftureldingar, sem fara átti fram laugardaginn 27. október næstkomandi, hefur verið frestað í óákveðinn tíma. Því miður var miðasalan ekki í takt við það sem stefnt var að. Kvennanefnd Aftureldingar er hins vegar ekki af baki dottin og mun reyna aftur síðar í vetur. Ný tímasetning á Kvennakvöldi Aftureldingar verður tilkynnt síðar. Þeir aðilar sem hafa nú þegar keypt …

Formannspistill: „Forvarnargildi íþróttastarfs ótvírætt“

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Veturinn fer gríðarlega vel af stað hjá okkur í Aftureldingu og gaman að fylgjast með okkar öfluga fólki koma öllu í stand. Það eru ansi mörg handtök við að koma starfinu af stað í íþróttafélagi eins og okkar með 11 deildir starfandi. Raða saman stundaskrá svo að allir séu sáttir, manna allar þjálfarastöður fyrir 1.500 iðkendur en það eru ca. …

Alverk reisir knatthús að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Verktakafyrirtækið Alverk mun reisa nýtt knatthús sem ráðgert er að tekið verði í noktun haustið 2019. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa …

Herrakvöld Aftureldingar á föstudag

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Herrakvöld Aftureldingar verður haldið í Harðarbóli föstudaginn 26. október. Leikmenn í meistaraflokkum í handbolta, fótbolta og blaki eru að selja miða á viðburðinn og hópar geta pantað á netfangið: herrakvoldumfa@gmail.com. Einnig er hægt að nálgast miða í afgreiðslunni að Varmá. Takmarkað sætaframboð. Verð: 6.900 kr Borðhald hefst kl 19:30 Veislustjóri: Þorsteinn Hallgrímsson Golf-snillingur Ræðumaður: Örvar Þór Uppistandari: Dóri DNA Tónlistaratriði …

Starfsdagur Aftureldingar – Fimmtudaginn 11. október

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Starfsdagur Aftureldingar fer fram annað árið í röð þann 11. október næstkomandi í Hlégarði. Markmiðið með starfsdeginum er kalla saman alla þá einstaklinga sem koma að starfi Aftureldingar með einum eða öðrum hætti og hlýða á áhugaverða fyrirlestra geta eflt starf og gæði þjálfunar hjá félaginu. Skyldumæting er fyrir alla þjálfara félagsins á starfsdag félagsins sem er hluti af endurmenntun …