Verktakafyrirtækið Alverk mun reisa nýtt knatthús sem ráðgert er að tekið verði í noktun haustið 2019. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa …
Herrakvöld Aftureldingar á föstudag
Herrakvöld Aftureldingar verður haldið í Harðarbóli föstudaginn 26. október. Leikmenn í meistaraflokkum í handbolta, fótbolta og blaki eru að selja miða á viðburðinn og hópar geta pantað á netfangið: herrakvoldumfa@gmail.com. Einnig er hægt að nálgast miða í afgreiðslunni að Varmá. Takmarkað sætaframboð. Verð: 6.900 kr Borðhald hefst kl 19:30 Veislustjóri: Þorsteinn Hallgrímsson Golf-snillingur Ræðumaður: Örvar Þór Uppistandari: Dóri DNA Tónlistaratriði …
Starfsdagur Aftureldingar – Fimmtudaginn 11. október
Starfsdagur Aftureldingar fer fram annað árið í röð þann 11. október næstkomandi í Hlégarði. Markmiðið með starfsdeginum er kalla saman alla þá einstaklinga sem koma að starfi Aftureldingar með einum eða öðrum hætti og hlýða á áhugaverða fyrirlestra geta eflt starf og gæði þjálfunar hjá félaginu. Skyldumæting er fyrir alla þjálfara félagsins á starfsdag félagsins sem er hluti af endurmenntun …
Vilt þú stýra AftureldingTV?
Ungmennafélagið Afturelding leitar af sjálfsboðaliðum til að vinna í kringum AftureldingTV sem mun sýna frá leikjum félagsins í meistaraflokkum í blaki, handbolta og knattspyrnu. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum til að leiða stofnun á AftureldingTV með það að markmiði að festa í sessi útsendingar frá leikjum og viðburðum hjá félaginu. Mikil tækifæri er fyrir félagið í stofnun á AftureldingTV og …
Ásdís nýr fjármálafulltrúi Aftureldingar
Í vikunni bætist við nýr og öflugur liðsauki í starfslið Aftureldingar. Ásdís Jónsdóttir hóf þann 1. október störf sem fjármálafulltrúi Aftureldingar. Ásdís mun sjá um fjármálavinnu fyrir hönd Aftureldingar í hlutastarfi og efla gæði þeirrar vinnu. Ásdís er viðskiptafræðingur að mennt og hefur á starfsferli sínum m.a. unnið hjá slitastjórn Landsbankans og Straumi fjárfestingafélagi. Hún hefur undanfarin tvö ár verið …
Afturelding leikur í JAKO næstu fjögur árin
Ungmennafélagið Afturelding og Namo ehf. hafa gert með sér samning til næstu fjögurra ára og mun Afturelding leika í fatnaði frá JAKO. Samningurinn tekur gildi í dag 1. október og gildir fram á mitt ár 2022. Afturelding hefur leikið í fatnaði frá Errea undanfarin átta ár. Í byrjun árs var leitað tilboða hjá búningaframleiðendum á Íslandi, félaginu bárust nokkur tilboð. …
Pistill frá formanni Aftureldingar
Nú er haustið að sigla inn og eflaust flestir foreldrar og börn sem taka því fagnandi að allt fellur í fast form og rútínu. Eitt af því sem einkennir komu haustsins hjá okkur í Mosfellsbæ er bæjarhátíðin Í túninu heima. Þetta er frábær viðburður í alla staði og tekur Afturelding þátt í bæjarhátíðinni af fullum krafti í gegnum marga viðburði. Við …
Komdu og vertu með Aftureldingu á laugardaginn
Laugardaginn 25. ágúst n.k, í miðjum veisluhöldum bæjarins ætlum við hjá Aftureldingu að vera með sal 3 opin gestum og gangandi. Hægt verður að prófa og kynnast þeim fjölmörgu íþróttum sem við bjóðum uppá í vetur og nálgast stundaskrár. Við hlökkum til að sjá krakka spreyta sig. Á staðnum verða meðal annars blakvellir, badmintonvellir, spretthlaups mælitæki, hraðamælir fyrir handboltakast, boltar, …
Breytingar á búningamálum Aftureldingar
Ungmennafélagið Afturelding mun ekki endurnýja samning sinn við Errea en félagið hefur leikið í keppnistreyjum frá fyrirtækinu síðan 2010. Núverandi samningur við Errea rennur út 30. september næstkomandi. Í vetur var óskað eftir tilboðum í búninga félagsins og skiluðu fimm fyrirtæki inn marktækum tilboðum. Búninganefnd Aftureldingar mælti með að gengið yrði til viðræðna við JAKO og var sú ákvörðun samþykkt …
Starfskraftur óskast – Fjármálafulltrúi Aftureldingar
Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa í 50% starf. Afturelding er eitt af stærri íþróttafélögum landsins með um 1.300 iðkendur í 11 deildum. Um er ræða nýtt starf við umsjón fjármála og daglegan rekstur félagsins. Helstu verkefni: Launavinnsla Móttaka og greiðsla reikninga Umsjón með viðskiptamannabókhaldi Lausafjárstýring Innheimta Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana Skýrslugerð og önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Menntun eða …