Það er nóg um að vera það sem eftir er að sumri hjá Aftureldingu. Sumarnámskeið haldin nú í lok júlí og í ágúst eru hjá eftirtöldum deildum: Fimleikar Frjálsíþróttir Handbolti Fótbolti Körfubolti Sund Taekwondo Skráning fer fram í gegnum Nóra, https://afturelding.felog.is/
Úthlutun sjóða – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar
Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur, en sú fyrri fór fram í Janúar á þessu ári. Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til …
Opið bréf til bæjarfulltrúa Mosfellsbæjar
Ágætu bæjarfulltrúar, Fyrir hönd Ungmennafélagsins Aftureldingar óskum við nýkjörnum bæjarfulltrúum til hamingju með kjörið og óskum ykkur velfarnaðar í störfum ykkar í þágu íbúa Mosfellsbæjar. Um leið þökkum við fráfarandi bæjarfulltrúum starfið á kjörtímabilinu sem er að ljúka með von um velfarnað í nýjum verkefnum á öðrum vettvangi. Jafnframt viljum við nota tækifærið og þakka sérstaklega þátttöku framboða á íbúafundi …
Sumarnámskeið Aftureldingar
Afturelding býður upp á fjölbreytta dagskrá í sumar. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hreyfivika UMFÍ
Nú stendur yfir alþjóðlega hreyfivikan. Einhverjar af deildum Aftureldingar eru komnar í sumarfrí, en þær sem eru enn í fullu gangi bjóða áhugasömum að mæta á eftirfarandi æfingar: Badminton er með opnar æfingar í dag, þriðjudag og á morgun, miðvikudag. Blakdeildin býður iðkendum í 4.-7. bekk að koma á æfingar á miðvikudag og föstudag kl 15.00-16.30 Fimleikadeildin býður upp á …
Fjölsóttur íbúafundur um íþróttamál
Ungmennafélagið Afturelding stóð fyrir íbúafundi um íþróttamál í Hlégarði í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en á þriðja hundrað manns mættu í Hlégarð til að fræðast um stöðu íþrótta- og aðstöðumála hjá Aftureldingu. Fulltrúar frá öllum framboðum til sveitastjórnarkosinga í Mosfellsbæ tóku þátt í fundinum og var fundinum stýrt af Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Fulltrúar 10 deilda Aftureldingar héldu erindi …
Fundur um íþróttamál í Hlégarði 15. maí
Ungmennafélagið Afturelding mun standa fyrir opnum fundi um íþróttamál í Mosfellsbæ þriðjudaginn 15. maí næstkomandi í Hlégarði. Fundurinn hefst kl. 20.00 og er allt áhugafólk um íþróttamál í Mosfellsbæ sérstaklega hvatt til að mæta. Fulltrúar allra þeirra framboða, sem verða í framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ síðar í maí, munu taka þátt í fundinum. Fundargestum mun gefast tækifæri til að spyrja …
Nýr formaður Aftureldingar
Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram í vallarhúsinu að Varmá í kvöld. Fundurinn var snarpur en góður því kosning í stjórn félagsins var eina mál á dagskrá. Birna Kristín Jónsdóttir var kjörin nýr formaður félagsins. Hún tekur við formennsku af Dagnýju Kristinsdóttur sem hefur verið formaður félagsins frá árinu 2015. Birna þekkir félagið vel enda verið gjaldkeri félagsins undanfarin ár. Aðalstjórn Aftureldingar …
Aukaaðalfundur Aftureldingar á mánudag
Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram mánudaginn 7. maí. Vakin er athygli á breyttum fundarstað en fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Fundurinn hefst kl. 18:00.Fundarstjóri verður Grétar Eggertsson. Dagskrá aukaaðalfundar:1. Kosning formanns2. Kosning stjórnar Eftirtaldir aðilar eru í framboði til stjórnar Aftureldingar á aukaaðalfundi félagsins:Til formanns:Birna Kristin JónsdóttirTil stjórnar:Geirarður LongGunnar Skúli GuðjónssonHaukur SkúlasonKristrún KristjánsdóttirSigurður Rúnar MagnússonÞórdís Sveinsdóttir Boðið verður upp …
Sumarnámskeið 2018
Hér má finna upplýsingar um þau námskeið sem verða í sumar. Gera má ráð við að það bætist í á næstu dögum. Til að nálgast frekari upplýsingar má hafa samband við íþróttafulltrúa félagsins hannabjork@afturelding.is Knattspyrnu akademían fyrir 4. og 5. flokk karla og kvenna Knattspyrnuskóli Usain Bolt frjálsíþróttanámskeið Sundnámskeið Handboltaskóli