Vilt þú stýra AftureldingTV?

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding leitar af sjálfsboðaliðum til að vinna í kringum AftureldingTV sem mun sýna frá leikjum félagsins í meistaraflokkum í blaki, handbolta og knattspyrnu. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum til að leiða stofnun á AftureldingTV með það að markmiði að festa í sessi útsendingar frá leikjum og viðburðum hjá félaginu. Mikil tækifæri er fyrir félagið í stofnun á AftureldingTV og …

Ásdís nýr fjármálafulltrúi Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Í vikunni bætist við nýr og öflugur liðsauki í starfslið Aftureldingar. Ásdís Jónsdóttir hóf þann 1. október störf sem fjármálafulltrúi Aftureldingar. Ásdís mun sjá um fjármálavinnu fyrir hönd Aftureldingar í hlutastarfi og efla gæði þeirrar vinnu. Ásdís er viðskiptafræðingur að mennt og hefur á starfsferli sínum m.a. unnið hjá slitastjórn Landsbankans og Straumi fjárfestingafélagi. Hún hefur undanfarin tvö ár verið …

Afturelding leikur í JAKO næstu fjögur árin

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding og Namo ehf. hafa gert með sér samning til næstu fjögurra ára og mun Afturelding leika í fatnaði frá JAKO. Samningurinn tekur gildi í dag 1. október og gildir fram á mitt ár 2022. Afturelding hefur leikið í fatnaði frá Errea undanfarin átta ár. Í byrjun árs var leitað tilboða hjá búningaframleiðendum á Íslandi, félaginu bárust nokkur tilboð. …

Pistill frá formanni Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú er haustið að sigla inn og eflaust flestir foreldrar og börn sem taka því fagnandi að allt fellur í fast form og rútínu. Eitt af því sem einkennir komu haustsins hjá okkur í Mosfellsbæ er bæjarhátíðin Í túninu heima. Þetta er frábær viðburður í alla staði og tekur Afturelding þátt í bæjarhátíðinni af fullum krafti í gegnum marga viðburði. Við …

Komdu og vertu með Aftureldingu á laugardaginn

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Laugardaginn 25. ágúst n.k, í miðjum veisluhöldum bæjarins ætlum við hjá Aftureldingu að vera með sal 3 opin gestum og gangandi.  Hægt verður að prófa og kynnast þeim fjölmörgu íþróttum sem við bjóðum uppá í vetur og nálgast stundaskrár. Við hlökkum til að sjá krakka spreyta sig. Á staðnum verða meðal annars blakvellir, badmintonvellir, spretthlaups mælitæki, hraðamælir fyrir handboltakast, boltar, …

Breytingar á búningamálum Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding mun ekki endurnýja samning sinn við Errea en félagið hefur leikið í keppnistreyjum frá fyrirtækinu síðan 2010. Núverandi samningur við Errea rennur út 30. september næstkomandi. Í vetur var óskað eftir tilboðum í búninga félagsins og skiluðu fimm fyrirtæki inn marktækum tilboðum. Búninganefnd Aftureldingar mælti með að gengið yrði til viðræðna við JAKO og var sú ákvörðun samþykkt …

Starfskraftur óskast – Fjármálafulltrúi Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa í 50% starf. Afturelding er eitt af stærri íþróttafélögum landsins með um 1.300 iðkendur í 11 deildum. Um er ræða nýtt starf við umsjón fjármála og daglegan rekstur félagsins. Helstu verkefni: Launavinnsla Móttaka og greiðsla reikninga Umsjón með viðskiptamannabókhaldi Lausafjárstýring Innheimta Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana Skýrslugerð og önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Menntun eða …

Sumarnámskeið Aftureldingar

adminAfturelding

Það er nóg um að vera það sem eftir er að sumri hjá Aftureldingu. Sumarnámskeið haldin nú í lok júlí og í ágúst eru hjá eftirtöldum deildum:   Fimleikar Frjálsíþróttir Handbolti Fótbolti Körfubolti Sund Taekwondo   Skráning fer fram í gegnum Nóra, https://afturelding.felog.is/ 

Úthlutun sjóða – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur, en sú fyrri fór fram í Janúar á þessu ári.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til …

Opið bréf til bæjarfulltrúa Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ágætu bæjarfulltrúar, Fyrir hönd Ungmennafélagsins Aftureldingar óskum við nýkjörnum bæjarfulltrúum til hamingju með kjörið og óskum ykkur velfarnaðar í störfum ykkar í þágu íbúa Mosfellsbæjar. Um leið þökkum við fráfarandi bæjarfulltrúum starfið á kjörtímabilinu sem er að ljúka með von um velfarnað í nýjum verkefnum á öðrum vettvangi. Jafnframt viljum við nota tækifærið og þakka sérstaklega þátttöku framboða á íbúafundi …