Íslandsmót yngri flokka í blaki hefst um helgina.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Keppni hefst kl. 9.15 bæði laugardag og sunnudag en spilað er á 7 völlum samtímis. Alls eru 38 lið frá 11 félögum víðsvegar af landinu en flest liðin koma frá Þrótti Nes, 7 talsins. Þá eru Afturelding með 6 lið, HK, KA og Stjarnan með 4 lið hvert í mótinu. Sindri og Dímon senda bæði 3 lið til leiks og þá eru Þróttur Reykjavík, UMFG og Skellur með 2 lið í mótinu hvert félag. Fylkir sendi einnig lið til leiks í 4. flokki.
 
Blakdeild Aftureldingar hefur umsjón með mótinu að þessu sinni og má finna allt um mótið á www.krakkablak.bli.is