Parket lagt í íþróttahúsið að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Handbolti

Samþykkt var á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í morgun að auglýsa útboð á endurnýjun gólfefna í íþróttasölum 1-2 að Varmá. Gert er ráð fyrir þar verði lagt gegnheilt parket á fjaðrandi grind í samræmi við minnisblað Aftureldingar sem lagt var fyrir bæjarráð. Skipt verður um gólf í sumar og mun gegnheilt parket leysa af hólmi dúklagt gólf á grind sem staðið …

Byggingafélagið Bakki styrkir Aftureldingu myndarlega

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Blak, Handbolti, Knattspyrna

Byggingarfélagið Bakki og Ungmennfélagið Afturelding hafa gert með sér samnings sem kveður á um að Bakki verði aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta og knattspyrnu. Samningur þess efnis var undirritaður á þriðjudag þegar Afturelding mætti FH bikarleik að Varmá. Samningurinn markar tímamót en framvegis verða allar keppnistreyjur barna og unglinga í þessum íþróttagreinum eins. Iðkendur geta því notað sömu …

Hafrún með glæsimark gegn Írum

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Hafrún Rakel Halldórsdóttir var á skotskónum í sigri U17 liði Íslands gegn Írum í Kórnum í dag. Lokatölur í leiknum urðu 5-2 fyrir Íslandi. Hafrún skoraði sannkallað glæsimark og má sjá markið hér að neðan. Þetta var annar leikur liðanna, en þau mættust einnig á mánudaginn og endaði sá leikur með 3-0 sigri Íslands. Auk Hafrúnar skoruðu þær Arna Eiríksdóttir, …

Afturelding fær styrk til endurbóta á Vallarhúsinu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding hlaut á dögunum rausnarlegan styrk úr Samfélagssjóði KKÞ að upphæð 1.000.000 kr. Styrkurinn er veittur til endurnýjunar á húsgögnum og ýmiss konar búnaði í fundaraðstöðu Aftureldingar í vallarhúsinu að Varmá. Afturelding þakkar veittan stuðning en strax verður hafist handa við að efla fundaraðstöðu félagsins. Verkið verður að mestu unnið af sjálfboðaliðum innan úr félaginu á næstu vikum. Áhugsamir geta …

Veðurviðvörun

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Óflokkað

Áríðandi skilaboð frá slökkviliðinu. „Við hvetjum skóla og frístundastarfsemi í efri byggðum tli að fylgjast með veðri og mögulega fella niður æfingar sem hefjast eftir kl 15.00. Spáð er miklu hvassviðri frá kl. 15.00 og fram á nótt. Jafnframt að hvetja foreldra/forráðamenn barna undir 12. ára til að sækja börn eftir klukkan 15.00 ef þess er talin þörf.“ Allar knattspyrnuæfingar …

Jako – Tilboð í febrúar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Að því tilefni að keppnistreyjan er komin í hús og tilbúin afgreiðslu býður Jako Aftureldingarfólki upp á febrúar tilboð.          

Pistill formanns Aftureldingar: Gaman saman

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú þegar þorrablótshelgin er nýafstaðin er mér þakklæti efst í huga. Fyrst og fremst til þessa frábæra hóps sem skipar Þorrablótsnefndina, þessi hópur hefur nú starfað lengi saman með valinn mann í hverju rúmi og viðburðurinn gengur eins og smurð vél. Það er ómetanlegt að öllu leyti fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo öfluga sjálfboðaliða í okkar röðum. …

Happdrætti Þorrablóts Aftureldingar 2019 – Vinningsnúmer

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Dregið var í happdrætti Þorrablóts Aftureldingar í gærkvöld. Fyrstu þrír vinningarnir voru kynntir á Þorrablótinu í gær en hér fyrir neðan má sjá öll vinningsnúmer. Happdrætti Aftureldingar 2019 Þrír fyrstu vinningar voru dregnir út á þorrablótinu, vinningur númer 2 fór ekki út þá. Vinninga má nálgast á skrifstofu Aftureldingar frá  28. janúar til 8. febrúar, gegn framvísun vinningsnúmers. Vinningsnúmer 1652 …

Afturelding gefur iðkendum endurskinsmerki

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding mun gefa öllum iðkendum sínum á aldrinum 6-16 ára ný og glæsileg endurskinsmerki. Með þessu vill félagið efla sýnileika og öryggi iðkenda sinna á meðan skammdegið er sem mest. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar, er í forsvari fyrir verkefnið. Hún er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist en endurskinsmerkjunum verður dreift til iðkenda innan félagsins á …