Pistill formanns Aftureldingar: Gaman saman

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú þegar þorrablótshelgin er nýafstaðin er mér þakklæti efst í huga. Fyrst og fremst til þessa frábæra hóps sem skipar Þorrablótsnefndina, þessi hópur hefur nú starfað lengi saman með valinn mann í hverju rúmi og viðburðurinn gengur eins og smurð vél. Það er ómetanlegt að öllu leyti fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo öfluga sjálfboðaliða í okkar röðum. …

Happdrætti Þorrablóts Aftureldingar 2019 – Vinningsnúmer

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Dregið var í happdrætti Þorrablóts Aftureldingar í gærkvöld. Fyrstu þrír vinningarnir voru kynntir á Þorrablótinu í gær en hér fyrir neðan má sjá öll vinningsnúmer. Happdrætti Aftureldingar 2019 Þrír fyrstu vinningar voru dregnir út á þorrablótinu, vinningur númer 2 fór ekki út þá. Vinninga má nálgast á skrifstofu Aftureldingar frá  28. janúar til 8. febrúar, gegn framvísun vinningsnúmers. Vinningsnúmer 1652 …

Afturelding gefur iðkendum endurskinsmerki

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding mun gefa öllum iðkendum sínum á aldrinum 6-16 ára ný og glæsileg endurskinsmerki. Með þessu vill félagið efla sýnileika og öryggi iðkenda sinna á meðan skammdegið er sem mest. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar, er í forsvari fyrir verkefnið. Hún er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist en endurskinsmerkjunum verður dreift til iðkenda innan félagsins á …

Íþróttaskóli barnanna hefst 26. janúar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Íþróttaskóli barnanna snýr aftur eftir áramót þann 26. janúar næstkomandi. Íþróttaskólinn átti að hefjast um helgina en vegna seinkunnar á framkvæmdum við íþróttasal að Varmá þá varð að fresta íþróttaskólanum um viku. Um er að ræða 12 tíma námskeið sem lýkur þann 13. apríl. Vonum að allir sýni þessum aðstæðum skilning. Sjáumst hress og kát þann 26. janúar næstkomandi!

Umsóknarfrestur í Afreks- og styrktarsjóð rennur út 28. janúar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Opið er fyrir umsóknir í Afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar og Mosfellsbæjar og rennur umsóknarfrestur út þann 28. janúar næstkomandi. Úthlutað verður tvisvar úr sjóðum í ár og að þessu sinni er úthlutað vegna verkefna sem fóru fram síðari hluta ársins 2018. Markmið sjóðsins eru eftirfarandi: 1. Veita afreksfólki í deildum innan Aftureldingar styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim …

Jákvæð þróun að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar, skrifar: Árið 2018 leyfi ég mér að segja að sé búið að vera farsælt ár hjá Aftureldingu. Margt gott hefur áunnist í félaginu okkar, árangur innan allra þeirra 11 deilda sem við höfum starfandi er gríðarlegur. Við höfum unnið marga titla og líka stundum verið nálægt því að vinna titla. Enn fremur hefur iðkendum okkar …

Risa þorrablót Aftureldingar haldið 26. janúar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þorrablót Aftureldingar 2019 fer fram laugardaginn 26. janúar í íþróttahúsinu að Varmá. Miðasala og borðaúthlutun fer fram föstudaginn 18. janúar á veitingastaðnum Blik. „Mikil stemning hefur myndast í forsölunni en eins og áður er eingöngu hægt að taka frá sæti gegn keyptum miða. Uppselt hefur verið á þorrablótið undanfarin ár. VIP borðin sem eru 10 manna hringborð eru komin í …

Afmælisnefnd Aftureldingar – 110 ára afmæli félagsins 11. apríl 2019

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þann 11. apríl næstkomandi mun Ungmennafélagið Afturelding fagna 110 ára afmæli sínu. Þeim tímamótum mun félagið fagna og verður hátíðaraðalfundur félagsins haldinn þennan sama dag. Til að undirbúa afmælishátíð félagsins höfum við ákveðið að setja á föt sérstaka afmælisnefnd sem mun skipuleggja hátíðarhöld á þessum merkisdegi í sögu félagsins. Við óskum eftir að fá fulltrúa úr félaginu til að vinna …

Íþróttaskóli barnanna – Haustönn 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú er það orðið ljóst að Íþróttaskólinn getur ekki byrjað núna í september eins og áætlað var. Í fyrsta lagi er Covid aðeins að stríða okkur. Við gætum hugsanlega skipulagt tímana þannig að það væri óhætt, en við erum þó alltaf að taka áhættu, þvi erfitt getur verið að koma algjörlega í veg fyrir sameiginlega snertifleti. Við erum að nota …

Þorrablót Aftureldingar 26. janúar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú styttist heldur betur í stærstu veislu ársins, Þorrablót Aftureldingar, í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 26. janúar 2019. Kynnir kvöldsins verður Þorsteinn Hallgrímsson. Tríóð Kókos ábyrgist söng og almenna gleði. Kjötbúðin sér um veislumatinn sem samanstendur af heitum og köldum þorramat ásamt heilgrilluðu lambalæri.  Eurobandið með Regínu Ósk, Friðriki Ómari og Selmu Björns leikur fyrir dansi. Forsala og borðapantanir á Blik Bistro&Grill föstudaginn 18. janúar kl. 18:00. …