Umsóknarfrestur í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu rennur út 10. júní

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Fyrri úthlutun ársins 2019 úr Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur fer fram í júní. Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutun er til 10. júní. Hægt er að sækja um í sjóðinn með rafrænum hætti með því að smella hér. Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans: grein – Tilgangur og hlutverk Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, …

Birna Kristín endurkjörin formaður Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram þann 30. apríl næstkomandi. Birna Kristín Jónsdóttir var endurkjörin formaður félagsins en hún tók við formennsku í félaginu vorið 2019. Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins. Erla Edvardsdóttir kemur inn í stjórn félagsins í stað Hauks Skúlasonar sem fer úr aðalstjórn. Geirarður Long og Gunnar Skúli Guðjónsson voru endurkjörnir í stjórn. Reikningar félagsins voru samþykktir á …

Rafræn ársskýrsla Aftureldingar 2018

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding hefur gefið út ársskýrslu sína fyrir starfsárið 2018. Að þessu sinni var ákveðið að hafa skýrsluna rafræna en með því teljum við okkur koma betur til skila því umfangsmikla starfi sem unnið var í félaginu á síðasta starfsári. 2018.afturelding.is Sjá má skýrslur frá öllum deildum félagsins og alla ársreikninga deilda og ráða. Einnig er að finna iðkendatölur hjá öllum …

Sumarnámskeið 2019

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Fimleikadeild Aftureldingar  Aldur: 6-10 ára Júní: 11.-14. júní, 18.-21. júní, 24.-28. júní Júlí: 1.-5. júlí Ágúst: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst, 19. -22. ágúst. Boðið er upp á heilsdagsnámskeið frá 9-16 eða bara eftir hádegi, 13-16. Fyrir hádegi eru leikir, útivera og fjölbreytt gleði. Eftir hádegi eru fimleikar í sal. Yfirþjálfarar: Alexander og Ingibjörg Sumaræfing eru í boði fyrir 4. flokk, …

Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram 30. apríl

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram í Vallarhúsinu að Varmá þann 30. apríl næstkomandi. Ný tímasetning er á fundinum sem hefst kl. 21.00. Fundurinn hefur verið færður aftur um klukkustund vegna leiks Aftureldingar við Grindavík í Mjólkurbikar karla sem fram fer sama dag. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Ársskýrsla stjórnar 4. Ársreikningur 2018 5. Fjárhagsáætlun …

Afturelding fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðaraðalfundi félagsins sem haldinn var í Hlégarði fimmtudaginn 11. apríl sl. Aðalfundurinn var sannkallaður hátíðaraðalfundur þar sem félagið hélt upp á 110 ára afmæli sitt þennan dag. Alls fengu níu deildir félagsins viðurkenningu sem Fyrirmyndardeildir ÍSÍ á fundinum og þar sem sú tíunda var með viðurkenninguna fyrir eru nú allar …

Einar og Matthías sæmdir gullmerki Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Hátíðaraðalfundur Aftureldingar fór fram í Hlégarði í gær, 11. apríl,  í tilefni af 110 ára afmæli félagsins. Mikið var um dýrðir í tilefni dagsins og heiðraði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, samkomuna með nærveru sinni. Einnig voru flutt ávörp frá formanni Aftureldingar, bæjarstjóra og fulltrúum UMSK, UMFÍ og ÍSÍ. Hafsteinn Pálsson strýrði fundinum með mikilli prýði. Afturelding sæmdi tvo einstaklinga …

Afturelding í 110 ár

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 110 árum og þegar ég skoða söguna og fletti Dagrenningi, aldarsögu félagsins fyllist ég fyrst og fremst stolti yfir að fá að taka þátt í og að móta sögu þessa merkilega félags. Það var framsækinn hópur fyrir 110 árum sem kaus sinn fyrsta formann konu, Guðrúnu Björnsdóttur 19 ára heimasætu í Grafarholti.  …

Hátíðaraðalfundur Aftureldingar – 11. apríl í Hlégarði

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar mun fara fram á morgun, 11. apríl næstkomandi í Hlégarði. Um sérstakan hátíðaraðalfund er að ræða en þennan sama dag fagnar félagið 110 ára afmæli. Athöfnin hefst kl. 20.00. Frú Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun ávarpa gesti fundarins af þessu tilefni. Auk formlegrar dagskrá verða frábær tónlistatriði. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aftureldingarfólk er hvatt …

Aukaaðalfundur Aftureldingar 2019 verður haldinn 30. apríl

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding mun í tilefni 110 ára afmæli síns halda sérstakan hátíðaraðalfund þann 11. apríl næstkomandi. Hefðbundin aðalfundarstörf hafa því verið færð yfir á aukaaðalfund sem haldinn verður í Vallarhúsinu að Varmá þann 30. apríl. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá aukaaðalfundar 2019 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Ársskýrsla stjórnar 4. Ársreikningur 2018 5. Fjárhagsáætlun 2019 6. Lagabreytingar …