Hafrún með glæsimark gegn Írum

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Hafrún Rakel Halldórsdóttir var á skotskónum í sigri U17 liði Íslands gegn Írum í Kórnum í dag. Lokatölur í leiknum urðu 5-2 fyrir Íslandi. Hafrún skoraði sannkallað glæsimark og má sjá markið hér að neðan. Þetta var annar leikur liðanna, en þau mættust einnig á mánudaginn og endaði sá leikur með 3-0 sigri Íslands. Auk Hafrúnar skoruðu þær Arna Eiríksdóttir, …

Afturelding fær styrk til endurbóta á Vallarhúsinu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding hlaut á dögunum rausnarlegan styrk úr Samfélagssjóði KKÞ að upphæð 1.000.000 kr. Styrkurinn er veittur til endurnýjunar á húsgögnum og ýmiss konar búnaði í fundaraðstöðu Aftureldingar í vallarhúsinu að Varmá. Afturelding þakkar veittan stuðning en strax verður hafist handa við að efla fundaraðstöðu félagsins. Verkið verður að mestu unnið af sjálfboðaliðum innan úr félaginu á næstu vikum. Áhugsamir geta …

Veðurviðvörun

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Óflokkað

Áríðandi skilaboð frá slökkviliðinu. „Við hvetjum skóla og frístundastarfsemi í efri byggðum tli að fylgjast með veðri og mögulega fella niður æfingar sem hefjast eftir kl 15.00. Spáð er miklu hvassviðri frá kl. 15.00 og fram á nótt. Jafnframt að hvetja foreldra/forráðamenn barna undir 12. ára til að sækja börn eftir klukkan 15.00 ef þess er talin þörf.“ Allar knattspyrnuæfingar …

Jako – Tilboð í febrúar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Að því tilefni að keppnistreyjan er komin í hús og tilbúin afgreiðslu býður Jako Aftureldingarfólki upp á febrúar tilboð.          

Pistill formanns Aftureldingar: Gaman saman

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú þegar þorrablótshelgin er nýafstaðin er mér þakklæti efst í huga. Fyrst og fremst til þessa frábæra hóps sem skipar Þorrablótsnefndina, þessi hópur hefur nú starfað lengi saman með valinn mann í hverju rúmi og viðburðurinn gengur eins og smurð vél. Það er ómetanlegt að öllu leyti fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo öfluga sjálfboðaliða í okkar röðum. …

Happdrætti Þorrablóts Aftureldingar 2019 – Vinningsnúmer

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Dregið var í happdrætti Þorrablóts Aftureldingar í gærkvöld. Fyrstu þrír vinningarnir voru kynntir á Þorrablótinu í gær en hér fyrir neðan má sjá öll vinningsnúmer. Happdrætti Aftureldingar 2019 Þrír fyrstu vinningar voru dregnir út á þorrablótinu, vinningur númer 2 fór ekki út þá. Vinninga má nálgast á skrifstofu Aftureldingar frá  28. janúar til 8. febrúar, gegn framvísun vinningsnúmers. Vinningsnúmer 1652 …

Afturelding gefur iðkendum endurskinsmerki

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding mun gefa öllum iðkendum sínum á aldrinum 6-16 ára ný og glæsileg endurskinsmerki. Með þessu vill félagið efla sýnileika og öryggi iðkenda sinna á meðan skammdegið er sem mest. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar, er í forsvari fyrir verkefnið. Hún er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist en endurskinsmerkjunum verður dreift til iðkenda innan félagsins á …

Íþróttaskóli barnanna hefst 26. janúar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íþróttaskóli barnanna snýr aftur eftir áramót þann 26. janúar næstkomandi. Íþróttaskólinn átti að hefjast um helgina en vegna seinkunnar á framkvæmdum við íþróttasal að Varmá þá varð að fresta íþróttaskólanum um viku. Um er að ræða 12 tíma námskeið sem lýkur þann 13. apríl. Vonum að allir sýni þessum aðstæðum skilning. Sjáumst hress og kát þann 26. janúar næstkomandi!

Umsóknarfrestur í Afreks- og styrktarsjóð rennur út 28. janúar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Opið er fyrir umsóknir í Afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar og Mosfellsbæjar og rennur umsóknarfrestur út þann 28. janúar næstkomandi. Úthlutað verður tvisvar úr sjóðum í ár og að þessu sinni er úthlutað vegna verkefna sem fóru fram síðari hluta ársins 2018. Markmið sjóðsins eru eftirfarandi: 1. Veita afreksfólki í deildum innan Aftureldingar styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim …

Jákvæð þróun að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar, skrifar: Árið 2018 leyfi ég mér að segja að sé búið að vera farsælt ár hjá Aftureldingu. Margt gott hefur áunnist í félaginu okkar, árangur innan allra þeirra 11 deilda sem við höfum starfandi er gríðarlegur. Við höfum unnið marga titla og líka stundum verið nálægt því að vinna titla. Enn fremur hefur iðkendum okkar …