Andri Freyr og María Guðrún íþróttafólk Aftureldingar 2018

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Andri Freyr Jónasson og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir eru íþróttafólk Aftureldingar árið 2018. Þetta var kunngert á uppskeruhátíð félagsins sem fram fór í kvöld í Hlégarði. Saman voru komin margt af okkar fremsta íþróttafólki og var íþróttafólk úr flestum deildum heiðrað fyrir frábæran árangur á árinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri og María fá þennan heiður. Í umsögn um …

Nýtt gólf lagt í eldri íþróttasal að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Framkvæmdir við að leggja nýtt gólf í eldri íþróttasal að Varmá hófust þann 14. desember síðastliðinn. Framkvæmdir fara vel af stað og á þeim að vera lokið í síðasta lagi þann 13. janúar næstkomandi. Á. Óskarsson sér um verkið fyrir hönd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Nýja íþróttagólfið er af gerðinni SYDNEY 20 og kemur frá þýska fyrirtækinu Hamberger Flooring. Sjá má …

Uppskeruhátíð Aftureldingar – Íþróttafólk Aftureldingar valið 27. desember

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þann 27.  desember næstkomandi fer fram uppskeruhátíð Aftureldingar fyrir árið 2018 í Hlégarði. Þetta er einn af stóru viðburðum ársins hjá félaginu en á hófinu verða veittar viðurkenningar fyrir íþróttamann ársins 2018 ásamt fleirir verðlaunum. Má þar nefna vinnuþjark félagsins, starfsbikar UMFÍ og hópbikar UMSK Uppskeruhátíðin hefst kl. 18:00 í Hlégarði. Léttar veitingar verða á boðstólnum, tónlistaratriði og mikla gleði. …

Æfingar falla niður í knattspyrnudeild vegna veðurs

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Spáð er vonskuveðri seinni partinn í dag. Af þeim sökum hefur knattspyrnudeild ákveðið að fella niður æfingar í dag. Jafnframt verður felld niður æfing í 5. flokki í blaki sem hefjast átti kl. 16.30. Við viljum biðja forráðamenn um að fylgja börnum helst alla leið inn í íþróttahús ef kostur er. Aðrar æfingar fara fram samkvæmt tímatöflu deilda Aftureldingar.

5. desember – Dagur sjálfboðaliðans

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Árlega er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um heim allan. „Íþróttahreyfingin á Íslandi er rík af sjálfboðaliðum sem bera uppi starf hreyfingarinnar og sinna mikilvægum verkefnum öllum stundum til að íþróttalífið megi blómstra og dafna í landinu. Án þeirra væri engin íþróttahreyfing.“ Við í Aftureldingu erum þar ekki undanskilin. Með okkur starfar  stór hópur af  frábæru fólki sem vinnur óeigingjarnt og …

Djordje Panic til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Kantmaðurinn Djordje Panic hefur gengið til liðs við Aftureldingu fyrir keppni í Inkasso-deildinni næsta sumar. Djordje er 19 ára gamall en hann á að baki leiki með U17 ára liði Íslands. Djordje kemur til Aftureldingar frá KR þar sem hann var lykilmaður í 2. flokki á síðasta tímabili. Djordje spilaði í yngri flokkum Fjölnis áður en hann gekk til liðs við stórlið …

Nýr samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá. Markmið samstarfshópsins er að vera formlegur vettvangur til samráðs hvað varðar aðkomu, uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá, á íþróttavöllum að Varmá og á Tungubökkum. Meginverkefni hópsins verður að setja fram tillögur um …

Framkvæmdir á íþróttasvæði

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Framkvæmdir eru hafnar á knatthúsi að Varmá. Af þeim sökum er búið að girða af svæðið fyrir neðan íþróttahús og í áttina að vallarhúsi. Þetta þrengir aðkomuleið að gervisgrasvelli. Eins og smá má á eftirfarandi skýringamynd eru gönguleiðir að vellinum eftirfarandi (rauðmerktar) Aðeins er hægt að ganga inn á gervigrasvellinum nær Vesturlandsvegi vegna framkvæmda. Hægt er að stytta gönguleiðir iðkenda …

Tilboðsdagar á Aftureldingarvörum frá JAKO

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Búningaframleiðandinn okkar JAKO mætir í heimsókn til okkar í íþróttamiðstöðina að Varmá í vikunni 6. og 7. nóvember og verða tilboðsdagar á fatnaði frá JAKO. Þetta er því frábært tækifæri til að næla sér í Aftureldingarfatnað á frábæru verði. Hægt verður að máta og panta fatnað milli kl. 16-19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Allur fatnaður verður svo tilbúinn og merktur …