Kynningafundur um knatthús að Varmá

Knattspyrnudeild Afturelding, Knattspyrna

Mosfellsbær hefur samþykkt að ráðast í að reisa knatthús að Varmá. Knatthúsið verður staðsett þar sem eldri gervigravöllur er nú.  Húsið mun verða um 3.850 fm að stærð og ljóst að þetta nýja hús verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu sem og fleiri íþróttir. Forsögu þessarar ákvörðunar má rekja til þess að á undanförnum þremur árum hefur iðkendum í …

Samskiptaáætlun Erindis

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á vel heppnuðum starfsdegi Aftureldingar þann 27. september s.l fengum við Björg Jónsdóttur frá Erindi í heimsókn. Erindi eru samtök um samkipti og skólamál, en þau bjóða upp á ráðgjöf fyrir börn og fjölskyldur þeirra, starfsfólk skóla og aðra sem vinna með börnum. Við hjá Afureldingu erum í góðu samstarfi við Erindi og með því tryggjum við að iðkendur, foreldar …

Starfsdagur Aftureldingar 27. september

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Starfsdagur Aftureldingar 27. september   Starfsdagur Aftureldingar fer fram miðvikudaginn 27. september næstkomandi í samkomusalnum í Lágafellsskóla. Markmiðið með Starfsdegi Aftureldingar er að kalla saman alla þá einstaklinga sem koma að starfi Aftureldingar með einum eða öðrum hætti og hlýða á áhugaverða fyrirlestra sem geta eflt starf og gæði þjálfunar í félaginu. Allar æfingar félagsins falla niður þennan dag og …

Íþróttaskóli barnanna Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Íþróttaskóli barnanna – Afturelding Börn fædd 2012, 2013 og 2014 Laugardaginn 9.september hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju. Um er að ræða 12 tíma námskeið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og lýkur skólanum laugardaginn 26.nóvember

Vetrarstarf Aftureldingar 2017-2018

Knattspyrnudeild Afturelding, Knattspyrna

Nú fer vetrarstarfsemi Aftureldingar senn að hefjast. Flestar deildir eru nú þegar byrjaðar að æfa, aðrar hefjast á næstu dögum. Við bendum á að æfingatímar hafa verið settir hérna inn á heimasíðuna. Knattspyrnudeildin hefur nýtt tímabil þann 15. september. Tímatafla þeirra kemur inn á næstu dögum, þangað til er að mestu unnið eftir sumartöflu knattspyrnudeildar. 

Frjálsíþróttadeildin á ferð og flugi

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Um síðastliðnu helgi fór fram Bauhaus Junioren Gala mótið í Þýskalandi. Ísland sendi fjóra fulltrúa og eigum við í Aftureldingu einn af þeim. Erna Sóley Gunnarsdóttir kastaði 4 kg. kúlu 13.91 meter og setti í leiðinni nýtt aldursflokkamet í flokki stúlkna 16-17 ára sem og 18-19 ára. Þess má geta að þyngd kúlu sem Erna Sóley ætti að vera kasta …

Strákarnir sigruðu á Höfn.

Knattspyrnudeild Afturelding, Knattspyrna

Afturelding heimsótti Sindra á Höfn í Hornafirði í 2. deild karlaOkkar strákum er spáð efsta sæti 2. deildar og þeir byrjðu þeir leikinn betur. Wentzel Steinarr Kamban skoraði fyrsta markið eftir stundarfjórðung og stuttu síðar var Magnús Már Einarsson búinn að bæta við.  Staðan var 2-0 í hálfleik, en undir lokin bætti Ágúst Leó Björnsson við þriðja mark Aftureldingar og þar við …

Vinningsnúmer happdrætti mfl. karla, knattspyrna

Knattspyrnudeild Afturelding, Knattspyrna

Í hálfleik á 3-2 sigri Aftureldingar á Hugin um helgina var dregið í happdrætti meistaraflokks karla. Hér eru vinningsnúmerin.  Athugið að smella á myndina til að fá hana stærri. Við þökkum öllum sem sýndu stuðning með því að taka þátt sem og öllum þeim sem gáfu vinninga. Hægt er að vitja vinninga á skrifstofu Aftureldingar.