Taekwondo samband Íslands hefur valið íþróttafólk ársins 2017.Taekwondo-kona Íslands er Aftureldingarkonan María Guðrún! María Guðrún hefur náð einstaklega góðum árangri í taekwondo síðan hún hóf að æfa fyrir 7 árum síðan. Hún er margfaldur meistari í taekwondo og vann það einstaka afrek nú í vor, líklega á heimsvísu, að vera valin í A landslið Íslands í taekwondo ásamt dóttur sinni, …
Aftureldingarnáttföt
Nú eru til sölu Aftureldingarnáttföt – frábær í jólapakkann. Náttfötin er hægt að fá í stærðum 2-8 ára. Panta þarf í síðasta lagi föstudaginn 15 desember. Pantanir fara fram í gegnum aftureldingarbudin@gmail.com
Úthlutun sjóða
Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Tekið er við umsóknum til miðnættis 4. desember 2017. Úthlutun fer fram í janúar 2018. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins …
Kynningafundur um knatthús að Varmá
Mosfellsbær hefur samþykkt að ráðast í að reisa knatthús að Varmá. Knatthúsið verður staðsett þar sem eldri gervigravöllur er nú. Húsið mun verða um 3.850 fm að stærð og ljóst að þetta nýja hús verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu sem og fleiri íþróttir. Forsögu þessarar ákvörðunar má rekja til þess að á undanförnum þremur árum hefur iðkendum í …
Samskiptaáætlun Erindis
Á vel heppnuðum starfsdegi Aftureldingar þann 27. september s.l fengum við Björg Jónsdóttur frá Erindi í heimsókn. Erindi eru samtök um samkipti og skólamál, en þau bjóða upp á ráðgjöf fyrir börn og fjölskyldur þeirra, starfsfólk skóla og aðra sem vinna með börnum. Við hjá Afureldingu erum í góðu samstarfi við Erindi og með því tryggjum við að iðkendur, foreldar …
Æfingar falla niður Miðvikudaginn 27. sept.
Við minnum á starfsdag Aftureldingar! Æfingar falla niður frá kl 17.00
Starfsdagur Aftureldingar 27. september
Starfsdagur Aftureldingar 27. september Starfsdagur Aftureldingar fer fram miðvikudaginn 27. september næstkomandi í samkomusalnum í Lágafellsskóla. Markmiðið með Starfsdegi Aftureldingar er að kalla saman alla þá einstaklinga sem koma að starfi Aftureldingar með einum eða öðrum hætti og hlýða á áhugaverða fyrirlestra sem geta eflt starf og gæði þjálfunar í félaginu. Allar æfingar félagsins falla niður þennan dag og …
Íþróttaskóli barnanna Afturelding
Íþróttaskóli barnanna – Afturelding Börn fædd 2012, 2013 og 2014 Laugardaginn 9.september hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju. Um er að ræða 12 tíma námskeið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og lýkur skólanum laugardaginn 26.nóvember
Vetrarstarf Aftureldingar 2017-2018
Nú fer vetrarstarfsemi Aftureldingar senn að hefjast. Flestar deildir eru nú þegar byrjaðar að æfa, aðrar hefjast á næstu dögum. Við bendum á að æfingatímar hafa verið settir hérna inn á heimasíðuna. Knattspyrnudeildin hefur nýtt tímabil þann 15. september. Tímatafla þeirra kemur inn á næstu dögum, þangað til er að mestu unnið eftir sumartöflu knattspyrnudeildar.