Íslandsmót Yngriflokka fer óvenju snemma af stað á þessu ári eftir breytingar sem YFN BLÍ gerði á mótahaldi í sumar. Mótið um helgina verður fyrir 2. flokk og 4. flokk og verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ. Alls eru 38 lið skráð til leiks.
Tap gegn Þrótti Nes bæði hjá konum og körlum.
Nýliðar Aftureldingar og Þróttar N í 1.deild karla áttust við í tveimur leikjum um helgina á Norðfirði. Blakkonur Aftureldingar öttu einnig kappi við Þrótt N en máttu lúta í lægra haldi.
Blakvertíðin hefst um helgina!
Afturelding á nú í fyrsta sinn lið bæði í 1.deild karla og kvenna. Konurnar hefja keppni á laugardag en karlarnir á föstudag.
Salur 3 lokaður á föstudag og laugardag
Salur 3 verður lokaður á föstudaginn 21. og laugardaginn 22. september. Vinna við að setja línur fyrir blak- og körfuboltavelli verður í gangi þessa dagana. Þar af leiðandi falla allar æfingar niður í sal 3 á þessum dögum.
Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Rútuferðir frístundaselja skólaárið 2012 – 2013
Hérna eru upplýsingar um rútuferðir Frístundaselsins.
Buxnadagar hjá sportbúð Errea 17. – 28. september
Tilboð á ýmsum gerðum buxna í verslun Errea í Dugguvogi 3.
Rútuferðir. Lágafellsskóli – Varmá.
Nú eru komnar tímasetningar á rútuferðir milli Lágafellsskóla og Varmá.
Leiðbeinandi óskast fyrir Íþróttafjör Aftureldingar
Íþróttafjörið er samstarfsverkefni Aftureldingar og bæjaryfirvalda Mosfellsbæjar og er fyrir 1-2 bekkjar nemendur í grunnskóla.
Ný skrifstofuaðstaða Aftureldingar
Starfsmenn á skrifstofu Aftureldingar flytja fá nýja vinnuaðstöðu á næstu dögum. Stefnt er að því að starfsemin verði komin í fullan gang á nýjum stað mánudaginn 3. september.
Þakkir frá aðalstjórn
Ágæta Aftureldingarfólk.
Með hækkandi sól og blómum í haga þá virðist flest vera að breytast til betri vegar.
Þá tilfinningu fengum við í stjórn Aftureldingar um síðustu helgi þegar 50+ landsmótið var haldið.