Íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar 2012

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, landmótsmeistara og fyrir þátttöku í æfingum eða keppni með landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og stúlku yngri en 16 ára í hverri íþróttagrein.

Íþróttamaður Mosfellsbæjar 2012 er knattspyrnumaðurinn Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban.
Steinarr er fæddur 1987 og alinn upp hér í Mosfellbænum og lék knattspyrnu með Aftureldingu í öllum yngri flokkum. Þar átti hann farsælan feril og var lykilmaður í öllum liðum.
Íþróttakona Mosfellsbæjar árið 2012 er Lára Kristín Pedersen.
Lára er framúrskarandi knattspyrnukona og eitt mesta efni sem Afturelding hefur alið hingað til. Hún er aðeins 18 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur, hefur hún verið lykilmaður og ein af máttarstólpum meistaraflokks kvenna síðastliðin tvö ár, hún hefur einnig verið fyrirliði liðsins í þó nokkrum leikjum.
Mosfellsbær óskar þessum glæsilegu fulltrúum sínum innilega til hamingju með titlana.