Landsliðið í blaki

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Verkefni A landsliðs karla eru tvö, undankeppni HM 23.-26. maí nk. og Smáþjóðaleikar í Luxemborg frá 28. maí til 4. júní. Valdir eru bæði ungir og efnilegir leikmenn í bland við reynslubolta með landsliðinu.  Afturelding á sinn fulltrúa þarna, Reynir Árnason  og er ánægjulegt að sjá hann aftur í hópnum, en hann meiddist á landsliðsæfingu fyrir einu og hálfu ári síðan þegar hann ökklabrotnaði. Reynir er alin upp í blaki hjá Aftureldingu en fór til HK þegar engir voru eftir í hans aldursflokki hjá Aftureldingu og var fyrsti Mosfellsbæingurinn til að vera valin í unglingalandslið í blaki. Þegar Afturelding setti á fót lið í meistaraflokki karla í haust kom Reynir heim og er mikilvægur hlekkur í nýju liði félagsins. Blakdeildin óskar Reyni til hamingju og óskar honum góðs gengis.