Yfirlýsing frá Ungmennafélaginu Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Yfirlýsing frá Ungmennafélaginu Aftureldingu:
 
Í frétt sem birtist á mbl.is þann 11. Janúar sl. er vitnað í samþykkt bæjarráðs þar sem lýst er yfir vonbrigðum með því að Mosfellsbær þurfi að veita Aftureldingu fyrirframgreiddan styrk að upphæð 5,6 milljónir til þess að gera upp lífeyrissjóðsskuldir sem komin voru í vanskil.
 
Stjórn Aftureldingar vill koma því á framfæri að um gamla skuld var að ræða en í nóvember árið 2011 kom það í ljós að félagið skuldaði um 13 mánuði í lífeyrissjóðsgreiðslur. Þá þegar var hafist handa við að hreinsa upp þessar skuldir, tekið var upp nýtt verklag innan félagsins og nýr framkvæmdarstjóri tók til starfa. Þessi fyrirframgreiddi styrkur var í raun síðasta púsluspilið hjá félaginu í að komast á núllpunkt gagnvart öllum launatengdum gjöldum.
 
Félagið vill líka árétta að um fyrirframgreiddan styrk er að ræða svo engar aukagreiðslur falla á Mosfellsbæ vegna þessa máls.
 
Félagið horfir nú bjart til framtíðar laust við þetta vandamál.
 
Kær kveðja,
 
Guðjón Helgason, formaður Aftureldingar
 
Jóhann Már Helgason, framkvæmdarstjóri Aftureldingar