Taekwondodeild Aftureldingar í öðrusæti á Bikarmóti TKÍ

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Glæsilegur árangur Taekwondodeildar Aftureldingar á Bikarmóti I um síðustu helgi deldin náði öðrusæti af 12 félögum,sem sendu keppendur

Um síðstu helgi, 24. og 25. nóvember, fór fram fyrsta bikarmót vetrarins í taekwondo.  Aldrei í sögu greinarinnar á Íslandi hefur verið haldið jafnfjölmennt mót, alls voru um 400 keppendur skráðir til leiks í bæði formum og bardaga.  Afturelding sendi að venju öflugan hóp á mótið sem stóð sig með eindæmum vel, alls voru 26 keppendur skráðir til leiks og unnu þeir samtals til 38 verðlauna.  Á laugardeginum kepptu yngri iðkendur og skipti engum togum að krakkarnir úr Mosó náðu 11 gullverðlaunum, 8 silfurverðlaunum og 7 bronsverðlaunum, þar af vakti árangur Wiktors Sobczynski, Snorra Esekíels Jóhannssonar og Vigdísar Helgu Eyjólfsdóttur mikila athygli en þau unnu til gullverðlauna bæði í bardaga og formum, nokkuð sem ekki er algengt að leikið sé eftir í greininni.  Á sunnudeginum kepptu eldri iðkendur og vann Aftureldingarfólk til 12 verðlauna þann daginn, þriggja gullverðlauna, fimm silfurverðlauna og fjögurra bronsverðlauna. 

 

Það var mál manna á mótinu keppendur Aftureldingar hefðu sýnt gríðarlegar framfarir frá síðasta ári, sér í lagi í formum.  Kennari félagsins í formum sem kom til liðs við hópinn nú í haust, Hildur Baldursdóttir, hefur greinilega lyft grettistaki í þjálfun á þessu sviði og einsýnt að Afturelding er komin í hóp fremstu liða landsins.  Einnig hlaut félagið mikið hrós fyrir framúrskarandi árangur yngri keppendanna sem voru sjálfum sér og félaginu til mikils sóma.  Yfirþjálfari Aftureldingar og landsliðsþjálfarinn, Meisam Rafiei, hefur einnig unnið gríðarlega gott starf með öllum iðkendum deildarinnar og er sú þjálfun heldur betur að skila sér á mótum núna.  Framundan hjá deildinni er beltapróf nú í desember þar sem iðkendur munu margir hverjir freista þess að flytjast upp um beltagráðu og er slíkt alltaf spennuþrungin stund hjá þeim.  Við hvetjum sem flesta aðstandendur iðkenda að koma og horfa á þegar beltaprófið fer fram og taka þátt í þeim skemmtilega áfanga iðkandans.

&nb

(ATH 1.sæti gefur 5 stig, 2. sæti gefur 3 stig og þriðjasæti 1 stig).

Samanlagt fyrir báða dagana 
Keflavík 294
Afturelding 132
Ármann 118
Selfoss 104
Björk 51
Grindavík 50
Fram 26
Höttur 18
Breiðablik 16
HK 14
Þór 3
ÍR 3

Laugardagur

Keflavík 137
Afturelding 90
KR 55
Ármann 47
Selfoss 27
Björk 25
Fram 23
Grindavík 19
Breiðablik 16
HK 14
Höttur 5

Sunnudagur
Keflavík 157
Selfoss 77
Ármann 71
Afturelding 42
Grindavík 31
Björk 26
Höttur 13
Þór 5
fram 3
Ír 3