Tvö gull á Íslandsmóti í 2. og 4. flokki í blaki

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Afturelding sendi 6 lið, 1 stúlkna- og 1 piltalið  í 2.flokki og 2 stúlkna- og 2 drengjalið í 4.flokki og vorum við með næstflest lið á mótinu, en Þróttur Nes var með 7 lið, og 6 af þeim í 4.flokki. Mótið gekk mjög vel og  var Aftureldingu og Mosfellsbæ til mikils sóma. Blakdeild Aftureldingar vill þakka starfsfólki íþróttahússins fyrir aðstoðina á mótinu, en án samvinnu við þau væru svona mót ógerleg. Aftureldingakrakkarnir stóðu sig mjög vel og skiluðu í hús 2 gullverðlaunum, 1 silfurverðulaunum og 1 bronsverðlaunum.  Glæsilegur árangur hjá okkar fólki. Næsta mót fyrir 4.flokk verður á Ísafirði 24.nóvember. Næsta mót hins vegar verður fyrir 3.,5 og 6.flokk og verður það haldið í Kópavogi 11.nóvember.  Til hamingju Afturelding með flotta blakkrakka.