Afturelding býður upp á fjölbreytta dagskrá í sumar. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hreyfivika UMFÍ
Nú stendur yfir alþjóðlega hreyfivikan. Einhverjar af deildum Aftureldingar eru komnar í sumarfrí, en þær sem eru enn í fullu gangi bjóða áhugasömum að mæta á eftirfarandi æfingar: Badminton er með opnar æfingar í dag, þriðjudag og á morgun, miðvikudag. Blakdeildin býður iðkendum í 4.-7. bekk að koma á æfingar á miðvikudag og föstudag kl 15.00-16.30 Fimleikadeildin býður upp á …
Fjölsóttur íbúafundur um íþróttamál
Ungmennafélagið Afturelding stóð fyrir íbúafundi um íþróttamál í Hlégarði í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en á þriðja hundrað manns mættu í Hlégarð til að fræðast um stöðu íþrótta- og aðstöðumála hjá Aftureldingu. Fulltrúar frá öllum framboðum til sveitastjórnarkosinga í Mosfellsbæ tóku þátt í fundinum og var fundinum stýrt af Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Fulltrúar 10 deilda Aftureldingar héldu erindi …
Fundur um íþróttamál í Hlégarði 15. maí
Ungmennafélagið Afturelding mun standa fyrir opnum fundi um íþróttamál í Mosfellsbæ þriðjudaginn 15. maí næstkomandi í Hlégarði. Fundurinn hefst kl. 20.00 og er allt áhugafólk um íþróttamál í Mosfellsbæ sérstaklega hvatt til að mæta. Fulltrúar allra þeirra framboða, sem verða í framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ síðar í maí, munu taka þátt í fundinum. Fundargestum mun gefast tækifæri til að spyrja …
Nýr formaður Aftureldingar
Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram í vallarhúsinu að Varmá í kvöld. Fundurinn var snarpur en góður því kosning í stjórn félagsins var eina mál á dagskrá. Birna Kristín Jónsdóttir var kjörin nýr formaður félagsins. Hún tekur við formennsku af Dagnýju Kristinsdóttur sem hefur verið formaður félagsins frá árinu 2015. Birna þekkir félagið vel enda verið gjaldkeri félagsins undanfarin ár. Aðalstjórn Aftureldingar …
Aukaaðalfundur Aftureldingar á mánudag
Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram mánudaginn 7. maí. Vakin er athygli á breyttum fundarstað en fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Fundurinn hefst kl. 18:00.Fundarstjóri verður Grétar Eggertsson. Dagskrá aukaaðalfundar:1. Kosning formanns2. Kosning stjórnar Eftirtaldir aðilar eru í framboði til stjórnar Aftureldingar á aukaaðalfundi félagsins:Til formanns:Birna Kristin JónsdóttirTil stjórnar:Geirarður LongGunnar Skúli GuðjónssonHaukur SkúlasonKristrún KristjánsdóttirSigurður Rúnar MagnússonÞórdís Sveinsdóttir Boðið verður upp …
Sumarnámskeið 2018
Hér má finna upplýsingar um þau námskeið sem verða í sumar. Gera má ráð við að það bætist í á næstu dögum. Til að nálgast frekari upplýsingar má hafa samband við íþróttafulltrúa félagsins hannabjork@afturelding.is Knattspyrnu akademían fyrir 4. og 5. flokk karla og kvenna Knattspyrnuskóli Usain Bolt frjálsíþróttanámskeið Sundnámskeið Handboltaskóli
Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram 7. maí
Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram mánudaginn 7. maí. Fundurinn fer fram í Varmárskóla og hefst kl. 18:00 Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kjör formanns 2. Kjör stjórnar Framboðsfrestur til aðalstjórnar Aftureldingar rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund eða á miðnætti mánudaginn 23. apríl næstkomandi. Aðalstjórn Aftureldingar
Afturelding á afmæli í dag!
Ungmennafélag Aftureldingar var stofnað á þessum degi árið 1909 og fagnar því 109 ára afmæli. Til hamingju með daginn Aftureldingarfólk nær sem fjær, með ósk um áframhaldandi gæfu og gengi í framtíðinni Hipp hipp húrra!
Aðalfundur Aftureldingar
Aðalfundur Aftureldingar fór fram þriðjudaginn 20. mars í Krikaskóla. Um 50 manns sóttu fundinn og var Grétar Eggertsson fundarstjóri. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Einnar milljón króna hagnaður var af rekstri aðalstjórnar félagsins og 15 milljón króna hagnaður hjá félaginu í heild sinni. Rekstur félagsins er nokkuð stöðugur og vel …