Hátíðarkveðjur

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða og óskar öllu því frábæra fólki sem vinnur fyrir félagið og iðkendum þess gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Opnum fundi frestað

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Opnum fundi um aðstöðumál Aftureldingar sem vera átti á morgun, miðvikudag 23. nóvember hefur verið frestað. Í kjölfar fundar formanna Aftureldingar með fulltrúum meirihlutans í Mosfellsbæ í gær samþykktu formenn félagsins að fresta íbúafundinum fram í febrúar. Það er gert til að veita meirihlutanum aukið svigrúm til að fullmóta og leggja fram ásættanlega tillögu að brýnum úrbótum í aðstöðumálum Aftureldingar …

Sigurður Rúnar sæmdur

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á afsmælishátíð UMSK var Sigurður Rúnar gjaldkeri Aftureldingar sæmdur gullmerki ÍSÍ. Á heimasíðu ÍSÍ segir um gullmerkið ‘Gullmerki ÍSÍ má veita þeim einstaklingum, sem innt hafa af höndum skipulags-, stjórnar- eða þjónustustörf fyrir íþróttasamtökin um lengri tíma’. Sigurður Rúnar Magnússon er einn mikilvægasti hlekkurinn í starfsemi Aftureldingar. Siggi eins og hann er öllu jafna kallaður hefur komið víða við í …

JAKO – Rýmingarasala

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Jako undirbýr flutninga með lagersölu. Við hvetjum ykkur til að kíkja.              

U19 landslið kvenna á NEVZA í Finnlandi

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Kvennalið Íslands í U19 hélt til Finnlands á fimmtudagsmorguninn til að keppa á NEVZA mótinu í blaki. Afturelding á 3 fulltrúa í liðinu auk þjálfarans og fararstjóra liðsins. Leikmenn liðsins eru: Lejla Sara Hadziredezepovic, Rut Ragnarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir en þær tóku allar einnig þátt í verkefnum A landsliðsins s.l. sumar. Þjálfari liðsins er þjálfari mfl kk og kvk …

Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Við minnum á Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu. Hægt er að skila inn umsóknum til miðnættis þann 30 október.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrki til keppnis- eða æfingaferða á vegum Aftureldingar. Styrkir til einstaklinga vegna sérstakra aðstæðna geta tekið yfir æfingagjöld …

BRONS hjá Íslandi í U17 stúlkna

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

U17 kvennalið Íslands gerði góða ferð á NEVZA mótið í Danmörku í síðustu viku. Þær komu heim með bronsverðlaunin um hálsinn og með 2 stúlkur í liði mótsins auk þess að vera með mikilvægasta leikmann mótsins.  Frábær árangur hjá þessum stelpum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Afturelding átti þrjá fulltrúa í liðinu, Ísabella Rink, Jórunn Ósk …

SKÓLABLAK Í FELLINU Á ÞRIÐJUDAGINN

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Skólablak er verkefni á vegum CEV, (Blaksamband Evrópu)  UMFÍ, ÍSÍ og BLÍ þar sem skólakrökkum um allt land í 4.-6. bekk er boðið að koma og keppa í einfaldri og skemmtilegri útgáfu af blaki með skólafélögum. Fyrsti SKÓLABLAKSDAGURINN verður í Fellinu að Varmá á þriðjudaginn, þann 29.september þegar krakkar úr grunnskólum Mosfellsbæjar koma saman og spila og keppa í SKÓLABLAKI. …