U17 kvennalið Íslands gerði góða ferð á NEVZA mótið í Danmörku í síðustu viku. Þær komu heim með bronsverðlaunin um hálsinn og með 2 stúlkur í liði mótsins auk þess að vera með mikilvægasta leikmann mótsins. Frábær árangur hjá þessum stelpum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Afturelding átti þrjá fulltrúa í liðinu, Ísabella Rink, Jórunn Ósk …
SKÓLABLAK Í FELLINU Á ÞRIÐJUDAGINN
Skólablak er verkefni á vegum CEV, (Blaksamband Evrópu) UMFÍ, ÍSÍ og BLÍ þar sem skólakrökkum um allt land í 4.-6. bekk er boðið að koma og keppa í einfaldri og skemmtilegri útgáfu af blaki með skólafélögum. Fyrsti SKÓLABLAKSDAGURINN verður í Fellinu að Varmá á þriðjudaginn, þann 29.september þegar krakkar úr grunnskólum Mosfellsbæjar koma saman og spila og keppa í SKÓLABLAKI. …
Fulltrúar Aftureldingar með íslenska landsliðinu
Íslenska kvennalandsliðið í blaki er nú að spila leiki í undankeppni EM og hafa þær spilað 3 leiki alla erlendis. Þær eru nýkomnar úr 10 daga keppnisferðalagi um Tékkland, Svartfjallaland og Finnland þar sem matareitrun herjaði á liðið og starfsfólk. Nú er komið að leikjunum á Íslandi og er fyrsti leikurinn á morgun,laugardaginn 3.sept. kl 15:00 og taka stelpurnar á …
Vetrarstarf Aftureldingar
Það ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi í vetur. skráningar fara fram í gegnum Sportabler Ýttu á myndina til að opna kynningabækling vetrarstarfsins hjá okkur í Aftureldingu.
Opið fyrir skráningar
Búið er að opna fyrir skráningu allra deilda að undanskilinni knattspyrnudeildinni sem er enn að klára sitt tímabil. Það opnar fyrir skráningar hjá þeim í byrjun september. Æfingatíma allra deilda má finna hér: Æfingatöflur – Ungmennafélagið Afturelding Við viljum vekja athygli á nýjung hjá blak-, frjálsíþrótta-, og sunddeild Aftureldingar en þau bjóða upp á svokallaða íþróttablöndu í ár. Þar sem …
Handboltaæfingar hefjast 1. september
Æfingar yngri flokka hefjast þann 1. september. Hægt er að skrá sig hér Sportabler | Vefverslun
Blakæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu 1. september
Æfingar allra hópa innan Blakdeildarinnar hefjast 1.september samkvæmt tímatöflu. Í vetur er skemmtilegt samstarf í gangi með sunddeildinni og frjálsum fyrir yngstu iðkendurnar okkar í 1. og 2. bekk og fer það fram í Lágafelli þar sem börnin æfa þessar þrjár íþróttir jöfnum höndum en greiða bara eitt æfingargjald. Þær æfingar eru undir heitinu Íþróttablanda og eru á mánudögum og …
Drulluhaup UMSK, krónunar og Aftureldingar
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK. Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ. HVAR: Íþróttamiðstöðinni Varmá Mosfellsbæ. DAGSETNING: Laugardagur 13. ágúst 2022. HVENÆR: Kl. 11:00 – 14:00. HLAUPALEIÐ: Leiðin er samtals 3km og inniheldur 21 hindrun. UPPHAF: Við Íþróttamiðstöðina Varmá. …